GM og Amazon að kaupa hlut í Rivian Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Rivian-pallbíllinn er með risastórar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl. General Motors og Amazon eru í viðræðum við Rivian Automotive LLC um kaup á hlut í þessum bandaríska rafmagnsbílaframleiðanda. Þessi kaup eru ekki hugsuð til að ná yfirráðum í Rivian, heldur væri um að ræða minnihlutaskerf í fyrirtækinu. Rivian, sem er með höfuðstöðvar í Plymouth í Michigan-ríki, er fyrsti rafmagnsbílaframleiðandi heims sem smíðað hefur rafmagnspallbíl og það ekki af aflminni gerðinni, heldur er Rivian R1T 800 hestafla rafmagnspallbíll sem er 3 sekúndur í 100 km hraða.Risastórar rafhlöður Rivian-pallbíllinn er með risastór ar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl sem ekki telst stór flutningabíll. Rivian-pallbíllinn er byggður að stórum hluta úr áli og er með lægsta þyngdarpunkt sem nokkur pallbíll státar af og hann er með 52/48 þyngdardreifingu á öxla bílsins og því ekki ósvipaður sportbílum hvað það varðar. Bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétting hans með því flottasta sem sést hefur.Er með 650 km drægi Rivian R1T er að auki með 650 km drægi vegna þeirra stóru rafhlaða sem í bílnum er. Rivian ætlar að bjóða þrjár stærðir af rafhlöðum í bílnum, þ.e. einnig 130 kWh og 100 kWh rafhlöður. Dýrasta útgáfa bílsins með stærstu rafhlöðurnar verður á um 90.000 dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, en útgáfan með minnstu rafhlöðurnar mun kosta um 70.000 dollara, eða 8,4 milljónir króna. Ef samningaviðræður GM og Amazon við Rivian ganga vel má búast við að tilkynnt verði um kaupin í þessum mánuði. Ef af kaupunum verður telja greinendur að virði Rivian Automotive LLC verði komið yfir einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 120 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
General Motors og Amazon eru í viðræðum við Rivian Automotive LLC um kaup á hlut í þessum bandaríska rafmagnsbílaframleiðanda. Þessi kaup eru ekki hugsuð til að ná yfirráðum í Rivian, heldur væri um að ræða minnihlutaskerf í fyrirtækinu. Rivian, sem er með höfuðstöðvar í Plymouth í Michigan-ríki, er fyrsti rafmagnsbílaframleiðandi heims sem smíðað hefur rafmagnspallbíl og það ekki af aflminni gerðinni, heldur er Rivian R1T 800 hestafla rafmagnspallbíll sem er 3 sekúndur í 100 km hraða.Risastórar rafhlöður Rivian-pallbíllinn er með risastór ar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl sem ekki telst stór flutningabíll. Rivian-pallbíllinn er byggður að stórum hluta úr áli og er með lægsta þyngdarpunkt sem nokkur pallbíll státar af og hann er með 52/48 þyngdardreifingu á öxla bílsins og því ekki ósvipaður sportbílum hvað það varðar. Bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétting hans með því flottasta sem sést hefur.Er með 650 km drægi Rivian R1T er að auki með 650 km drægi vegna þeirra stóru rafhlaða sem í bílnum er. Rivian ætlar að bjóða þrjár stærðir af rafhlöðum í bílnum, þ.e. einnig 130 kWh og 100 kWh rafhlöður. Dýrasta útgáfa bílsins með stærstu rafhlöðurnar verður á um 90.000 dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, en útgáfan með minnstu rafhlöðurnar mun kosta um 70.000 dollara, eða 8,4 milljónir króna. Ef samningaviðræður GM og Amazon við Rivian ganga vel má búast við að tilkynnt verði um kaupin í þessum mánuði. Ef af kaupunum verður telja greinendur að virði Rivian Automotive LLC verði komið yfir einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 120 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira