Myndlist mikils metin Hjálmar Sveinsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Styttur og útilistaverk Mest lesið Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Sjá meira
Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun