Opna átta brauta keiluhöll í gamla Nýló-salnum á Kex-hostel Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:30 Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar í Egilshöll. Vísir/Eyþór Eigendur Keiluhallarinnar í Egilshöll hyggja á opnun nýs keilusalar í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex-hostels í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar, í samtali við Vísi. „Þetta hefur verið svona frekar illa varðveitt leyndarmál en það er alveg sjálfsagt að staðfesta að þetta standi til. Í grunninn er það þannig að það stendur til að opna átta brauta keilusal á Kex-hostel,“ segir Jóhannes.Þjóna keiluunnendum í nágrenni miðbæjarins Um er að ræða rými sem kennt er við gamla Nýlistasafnið, gamla Nýló-salinn svokallaða, sem er á neðstu hæð Kex-hostels að Skúlagötu 28. Jóhannes segir salinn stóran og mikinn geym og því tilvalinn undir keilusal, sem þurfi mikið rými. Þá sjá eigendur Keiluhallarinnar og Kex-hostels fyrir sér að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni, sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðaleg til að komast í keilu í Reykjavík. „Það er verið að byggja við sjálft Kex-hostelið þannig að það er verið að taka þetta allt heilmikið í gegn. Hugmyndin er að búa til minni útgáfu af starfseminni sem við erum með í Egilshöll. Hingað til hefur verið langt að fara í keilu fyrir þá sem eru á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum en við ímyndum okkur að geta þjónað þessum bæjarhluta.“Til stendur að opna hina nýju keiluhöll á neðstu hæð Kex-hostels við Skúlagötu 28.Vísir/vilhelmHorfa til næsta árs Aðspurður segir Jóhannes ekki tímabært að negla niður dagsetningu á opnun hinnar nýju keiluhallar. „Það veltur á því hvernig framkvæmdirnar ganga en eins og staðan er núna er bara risastór hola við hliðina á Kex þannig að ég held það væri óskynsamlegt að fara að kasta fram einhverjum dagsetningum. Í draumaheimi opnum við á þessu ári en það gerist örugglega ekki fyrr en 2020.“ Með opnun nýja keilusalarins verða keilubrautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu en salurinn í Egilshöll státar af tuttugu og tveimur brautum. Sú keiluhöll er jafnframt sú eina á höfuðborgarsvæðinu eftir að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð var lokað árið 2015. Þá var keiluhöll til húsa í Mjódd frá árinu 1987 en henni var lokað árið 2006. Einnig voru opnaðir keilusalir á Akranesi og á Akureyri en þeim síðarnefnda var lokað með miklum trega árið 2017. Reykjavík Tengdar fréttir Keiluhöllin græddi 58 milljónir króna Keiluhöllin í Egilshöll var rekin með 58 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoman var jákvæð um 1,2 milljónir árið 2015 og því um 57 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. 3. maí 2017 11:30 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ "Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar. 27. júní 2017 19:40 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Eigendur Keiluhallarinnar í Egilshöll hyggja á opnun nýs keilusalar í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex-hostels í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar, í samtali við Vísi. „Þetta hefur verið svona frekar illa varðveitt leyndarmál en það er alveg sjálfsagt að staðfesta að þetta standi til. Í grunninn er það þannig að það stendur til að opna átta brauta keilusal á Kex-hostel,“ segir Jóhannes.Þjóna keiluunnendum í nágrenni miðbæjarins Um er að ræða rými sem kennt er við gamla Nýlistasafnið, gamla Nýló-salinn svokallaða, sem er á neðstu hæð Kex-hostels að Skúlagötu 28. Jóhannes segir salinn stóran og mikinn geym og því tilvalinn undir keilusal, sem þurfi mikið rými. Þá sjá eigendur Keiluhallarinnar og Kex-hostels fyrir sér að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni, sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðaleg til að komast í keilu í Reykjavík. „Það er verið að byggja við sjálft Kex-hostelið þannig að það er verið að taka þetta allt heilmikið í gegn. Hugmyndin er að búa til minni útgáfu af starfseminni sem við erum með í Egilshöll. Hingað til hefur verið langt að fara í keilu fyrir þá sem eru á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum en við ímyndum okkur að geta þjónað þessum bæjarhluta.“Til stendur að opna hina nýju keiluhöll á neðstu hæð Kex-hostels við Skúlagötu 28.Vísir/vilhelmHorfa til næsta árs Aðspurður segir Jóhannes ekki tímabært að negla niður dagsetningu á opnun hinnar nýju keiluhallar. „Það veltur á því hvernig framkvæmdirnar ganga en eins og staðan er núna er bara risastór hola við hliðina á Kex þannig að ég held það væri óskynsamlegt að fara að kasta fram einhverjum dagsetningum. Í draumaheimi opnum við á þessu ári en það gerist örugglega ekki fyrr en 2020.“ Með opnun nýja keilusalarins verða keilubrautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu en salurinn í Egilshöll státar af tuttugu og tveimur brautum. Sú keiluhöll er jafnframt sú eina á höfuðborgarsvæðinu eftir að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð var lokað árið 2015. Þá var keiluhöll til húsa í Mjódd frá árinu 1987 en henni var lokað árið 2006. Einnig voru opnaðir keilusalir á Akranesi og á Akureyri en þeim síðarnefnda var lokað með miklum trega árið 2017.
Reykjavík Tengdar fréttir Keiluhöllin græddi 58 milljónir króna Keiluhöllin í Egilshöll var rekin með 58 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoman var jákvæð um 1,2 milljónir árið 2015 og því um 57 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. 3. maí 2017 11:30 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ "Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar. 27. júní 2017 19:40 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Keiluhöllin græddi 58 milljónir króna Keiluhöllin í Egilshöll var rekin með 58 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoman var jákvæð um 1,2 milljónir árið 2015 og því um 57 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. 3. maí 2017 11:30
Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ "Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar. 27. júní 2017 19:40