Körfubolti

Stjarnan áfram eftir sigur á Skallagrím

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik hjá Stjörnunni.
Úr leik hjá Stjörnunni. vísir/Daníel

Stjarnan fór með sigur af hólmi gegn Skallagrím í Geysisbikar kvenna í dag þar sem Dani Rodgriguez skoraði 29 stig.
 
Leikurinn var hluti af 8-liða úrslitum Geysisbikarsins en Stjarnan var með yfirhöndina allan leikinn og fór með átta stiga forskot í hálfleikinn.
 
Í seinni hálfleiknum jókst forskot Stjörnunnar meira og meira og var lokastaðan 71-49.
 
Dani Dodriguez var stigahæst í leiknum með 29 stig, en næst á eftir henni í liði Stjörnunnar var Ragnheiður Benónísdóttir með 16 stig. Stigahæst í liði Skallagríms var Sheqiula Joseph með 19 stig.
 
Annar leikur í 8-liða úrslitunum fer fram í kvöld en það er viðureign Snæfells og Hauka.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.