Að vera einn, án annarra Guðmundur Steingrímsson skrifar 21. janúar 2019 07:15 Ég þekki enga manneskju sem hefur sérstaka ánægju af því að vera sem mest ein. Sem vill frekar, ef hún getur, vera alveg ein. Sem oftast. Án annarra. Allt sitt líf. Ég hef heyrt af þannig fólki, en ekki kynnst því, kannski vegna þess að það kynnist ekki mörgum. Allt fólk sem ég veit um hefur einhverja djúpa þörf fyrir aðra og þrífst illa án þess að eiga einhvers konar samneyti við aðra. Fólk þarfnast fólks. Ég veit þó um fólk sem er mikið eitt, en ekki vegna þess að það vill það endilega. Til er urmull af fólki sem leitar að öðru fólki, en finnur ekki. Þráin eftir innilegum samskiptum við aðra er sjáanleg í augum þess og vitnisburðurinn um löngunina kemur fljótt upp á yfirborðið í hversdagstali. Er ekki einhver fyrir mig þarna úti? Það getur verið skemmtilegt fyrir manneskju í hjónabandi að fara með góðum einmana vini eða vinkonu inn á Tinder sem ráðgjafi í kvöldstund eða svo, en mikið guðslifandi þakkar maður svo fyrir það eftir slíka syrpu, að maður skuli vera í sambandi. Að maður skuli ekki vera einn. Maður er ekki baun einn. Er þetta ekki frumþörf? Vantar ekki grunninn að öllu hinu, ef innilegra samskipta nýtur ekki við annað fólk, hvort sem er í ástarsambandi eða í góðri vináttu? Ég held það. Manneskjan er samskiptavera. Hún er einhvers konar sam-vera. Svo rammt kveður að þessu að nánast helmingur alls fólks á jörðu er núna tengdur hver öðrum í lófanum á sér og getur eiginlega ekki lifað án þess.Þjóð í vanda Stundum finnst mér eins og í stjórnmálum sé lenska sumra að líta algerlega fram hjá því hvernig Homo sapiens virkar. Það er eins og það sé enginn skilningur á grunnþörfunum. Mér finnst blasa við að í stjórnmálum hljóti að gilda það sama og í lífinu. Þú ert ósköp máttlaus einn. Þú verður að vinna með öðrum, treysta öðrum, tala við aðra, eiga í sambandi. Hér er ég, eins og svo margir aðrir undanfarna daga, að tala um Brexit. Ég bjó einu sinni í London. Það var ótrúlega skemmtilegur tími. Bresk menning er stórkostleg. Ég át í mig dagblöðin, sem voru uppfull af skemmtilegu efni. Ég horfði á fréttaskýringarþættina og dáðist að þessum upplýstu rökræðum sem áttu sér stað. Annað en í bælda og málefnasnauða skætingnum heima. Ég fór í leikhúsin, á tónleikana og myndlistargalleríin. Og jú, jú. Ég datt líka í það og fór í fullt af partíum. Lykilatriðið er, að eftir kynni mín af Bretum — og ég held að margir Íslendingar hafi sömu sögu að segja — finnst manni svo ótrúlega ömurlegt að horfa upp á vandræðin sem elsku bestu Bretar hafa komið sér í.Að hanna tálsýn Bretar eru ekki að fara eitthvað annað, í annað samband. Þeir ætla bara að vera einir. Það er ótrúlegt. Vissulega er til fólk í góðum samböndum sem fær þá flugu í höfuðið að það sé betra að vera einn. Fara upp í sveit og láta sig hverfa. Að lifa meðal spóa. Það kann að vera rétt um stundarsakir, en yfirleitt liggur leiðin aftur á Tinder eða á næsta bar eða á spilakvöld hjá kvenfélaginu. Manneskja þarf manneskju. Þjóð þarf þjóðir. Einhver laug að breskum kjósendum að það væri betra að vera einn. Rétt innan við helmingur trúði því ekki. Hinn trúði því. Núna eru stjórnmálamenn að streða við það, jafnvel gegn sínum vilja, að hanna einhvers konar leið þar sem Bretar standa einir en eru samt ekki einir. Flestir vilja auðvitað áfram njóta allra góðu kosta samvinnunnar, sem sjálfstæð ríki Evrópu hafa þróað saman, jafnvel líka þeir sem vilja samt yfirgefa samvinnuna. Skipulega þarf því að hanna einhvers konar tálsýn, abstrakt hliðarveruleika þar sem bæði er hægt að halda því fram að Bretar séu einir en samt ekki.Gæðin sem gleymdust Stundum missir fólk sjónar á gæðum sínum. Að fá að ferðast frjálst um lönd heillar álfu, vinna frjálst hvar sem er, njóta fjarskipta með sama kostnaði alls staðar, að þurfa ekki að óttast landamæri, að geta menntað sig hvar sem er, stundað viðskipti hvar sem er, notið heilbrigðisþjónustu hvar sem er og komið sér upp heimili hvar sem er innan heillar álfu sem áður logaði í styrjöldum. Allt þetta eru gæði sem greinilega helmingur þjóðar gat gleymt, og vill núna láta sig hverfa. Bretar munu fljótt uppgötva að það er ekkert fengið með því að yfirgefa farsælt samstarf Evrópuríkja, sem hefur fært þegnunum ótrúleg lífsgæði. Þeir verða mættir aftur á Tinder áður en við vitum af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég þekki enga manneskju sem hefur sérstaka ánægju af því að vera sem mest ein. Sem vill frekar, ef hún getur, vera alveg ein. Sem oftast. Án annarra. Allt sitt líf. Ég hef heyrt af þannig fólki, en ekki kynnst því, kannski vegna þess að það kynnist ekki mörgum. Allt fólk sem ég veit um hefur einhverja djúpa þörf fyrir aðra og þrífst illa án þess að eiga einhvers konar samneyti við aðra. Fólk þarfnast fólks. Ég veit þó um fólk sem er mikið eitt, en ekki vegna þess að það vill það endilega. Til er urmull af fólki sem leitar að öðru fólki, en finnur ekki. Þráin eftir innilegum samskiptum við aðra er sjáanleg í augum þess og vitnisburðurinn um löngunina kemur fljótt upp á yfirborðið í hversdagstali. Er ekki einhver fyrir mig þarna úti? Það getur verið skemmtilegt fyrir manneskju í hjónabandi að fara með góðum einmana vini eða vinkonu inn á Tinder sem ráðgjafi í kvöldstund eða svo, en mikið guðslifandi þakkar maður svo fyrir það eftir slíka syrpu, að maður skuli vera í sambandi. Að maður skuli ekki vera einn. Maður er ekki baun einn. Er þetta ekki frumþörf? Vantar ekki grunninn að öllu hinu, ef innilegra samskipta nýtur ekki við annað fólk, hvort sem er í ástarsambandi eða í góðri vináttu? Ég held það. Manneskjan er samskiptavera. Hún er einhvers konar sam-vera. Svo rammt kveður að þessu að nánast helmingur alls fólks á jörðu er núna tengdur hver öðrum í lófanum á sér og getur eiginlega ekki lifað án þess.Þjóð í vanda Stundum finnst mér eins og í stjórnmálum sé lenska sumra að líta algerlega fram hjá því hvernig Homo sapiens virkar. Það er eins og það sé enginn skilningur á grunnþörfunum. Mér finnst blasa við að í stjórnmálum hljóti að gilda það sama og í lífinu. Þú ert ósköp máttlaus einn. Þú verður að vinna með öðrum, treysta öðrum, tala við aðra, eiga í sambandi. Hér er ég, eins og svo margir aðrir undanfarna daga, að tala um Brexit. Ég bjó einu sinni í London. Það var ótrúlega skemmtilegur tími. Bresk menning er stórkostleg. Ég át í mig dagblöðin, sem voru uppfull af skemmtilegu efni. Ég horfði á fréttaskýringarþættina og dáðist að þessum upplýstu rökræðum sem áttu sér stað. Annað en í bælda og málefnasnauða skætingnum heima. Ég fór í leikhúsin, á tónleikana og myndlistargalleríin. Og jú, jú. Ég datt líka í það og fór í fullt af partíum. Lykilatriðið er, að eftir kynni mín af Bretum — og ég held að margir Íslendingar hafi sömu sögu að segja — finnst manni svo ótrúlega ömurlegt að horfa upp á vandræðin sem elsku bestu Bretar hafa komið sér í.Að hanna tálsýn Bretar eru ekki að fara eitthvað annað, í annað samband. Þeir ætla bara að vera einir. Það er ótrúlegt. Vissulega er til fólk í góðum samböndum sem fær þá flugu í höfuðið að það sé betra að vera einn. Fara upp í sveit og láta sig hverfa. Að lifa meðal spóa. Það kann að vera rétt um stundarsakir, en yfirleitt liggur leiðin aftur á Tinder eða á næsta bar eða á spilakvöld hjá kvenfélaginu. Manneskja þarf manneskju. Þjóð þarf þjóðir. Einhver laug að breskum kjósendum að það væri betra að vera einn. Rétt innan við helmingur trúði því ekki. Hinn trúði því. Núna eru stjórnmálamenn að streða við það, jafnvel gegn sínum vilja, að hanna einhvers konar leið þar sem Bretar standa einir en eru samt ekki einir. Flestir vilja auðvitað áfram njóta allra góðu kosta samvinnunnar, sem sjálfstæð ríki Evrópu hafa þróað saman, jafnvel líka þeir sem vilja samt yfirgefa samvinnuna. Skipulega þarf því að hanna einhvers konar tálsýn, abstrakt hliðarveruleika þar sem bæði er hægt að halda því fram að Bretar séu einir en samt ekki.Gæðin sem gleymdust Stundum missir fólk sjónar á gæðum sínum. Að fá að ferðast frjálst um lönd heillar álfu, vinna frjálst hvar sem er, njóta fjarskipta með sama kostnaði alls staðar, að þurfa ekki að óttast landamæri, að geta menntað sig hvar sem er, stundað viðskipti hvar sem er, notið heilbrigðisþjónustu hvar sem er og komið sér upp heimili hvar sem er innan heillar álfu sem áður logaði í styrjöldum. Allt þetta eru gæði sem greinilega helmingur þjóðar gat gleymt, og vill núna láta sig hverfa. Bretar munu fljótt uppgötva að það er ekkert fengið með því að yfirgefa farsælt samstarf Evrópuríkja, sem hefur fært þegnunum ótrúleg lífsgæði. Þeir verða mættir aftur á Tinder áður en við vitum af.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun