Glæfraleg túlkun og ónákvæmar forsendur 22. janúar 2019 07:30 Stjórn Vistfræðifélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem gefin var út í janúar 2019. Hvað varðar vankanta á meðferð höfunda skýrslunnar á vistfræðilegri þekkingu má helst nefna:Byggt er á röngum, eða í besta falli ofureinfölduðum, forsendum við mat á áhrifum hvala á fiskistofna.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði og byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins.Skýrslan er ekki ritrýnd af óháðum vistfræðingum. Höfundar styðjast nær eingöngu við tvær rúmlega tveggja áratuga gamlar vísindagreinar Hafrannsóknastofnunar. Önnur þessara greina lýsir einföldu fjölstofnalíkani sem sýnir hvernig fækkun hvala gæti mögulega haft jákvæð áhrif á stofnstærðir ákveðinna nytjastofna. Skýrsluhöfundar ganga lengra í ályktun sinni um áhrif af afráni hvala á fiskistofna en Hafrannsóknastofnun telur sig geta gert. Enda eru þau áhrif verulega óljós og ótækt að byggja slíkt mat á svo einföldum forsendum líkt og gert er í skýrslunni.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði Skýrsla Hagfræðistofnunar byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins. Skýrsluhöfundar nýta ekki nýlegar rannsóknir um áhrif hvala á vistkerfi sjávar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur plöntusvifi, sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó.Ofureinföldun á flóknum fæðuvefjum sjávar Í skýrslunni takmarkast umræður og ályktanir um afrán hvala við bein áhrif sem fækkun hvala hefði mögulega á nytjastofna. Það er ekki hægt að skoða vistfræðileg áhrif af afráni hvala eingöngu út frá samkeppni hvala við nytjastofna. Forsendan sem er gefin í skýrslunni er sú að hver sá fiskur sem ekki er étinn af hval nýtist fiskveiðiflotanum. Þetta er ofureinföldun á flóknu samspili lífvera innan vistkerfis og fæðuvefjar. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á beinum skammtímatengslum næstu nágranna í fæðuvefnum og langtímaáhrifum sem hljótast af flóknum tengslum lífvera og ákvarða uppbyggingu vefjarins til lengri tíma. Við minnkað afrán hvala breytast hlutföll fiskitegunda, krabbadýra, hveldýra og margra fleiri hópa. Afrán hvala getur einnig haft jákvæð áhrif á ákveðna nytjastofna t.d. með áti á tegundum sem eru í samkeppni við þá stofna. Áhrifin eru því ófyrirséð og ábyrgðarlaust að álykta að brotthvarf um 40% hvala yrði til sambærilegrar fjölgunar í nytjastofnum. Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlægja hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.Ástandsbreytingar í hafinu á tímum loftslagshlýnunar Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á vistkerfi sjávar. Ofan á þessa þætti bætist súrnun sjávar og fjölbreytt mengun. Lífríki sjávar á því undir högg að sækja og breytingarnar eru nú þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á útbreiðslumynstur fjölmargra lífvera og hafa jafnvel leitt til hruns í stofnum. Við vísindalega úttekt á áhrifum hvalveiða á nytjastofna er ótækt að líta fram hjá þeim fjölmörgu óvissuþáttum sem fylgja loftslagsbreytingum og mengun. Ljóst er að auka þarf rannsóknir á þessu sviði svo hægt sé að leggja betra mat á hversu mikla nýtingu vistkerfi sjávar þola. Edda Elísabet Magnúsdóttir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Bjarni Kristófer Kristjánsson Ester Rut Unnsteinsdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Gísli Már Gíslason Tómas Grétar Gunnarsson Jóhann Þórsson Ágústa Helgadóttir Erpur Snær Hansen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórn Vistfræðifélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem gefin var út í janúar 2019. Hvað varðar vankanta á meðferð höfunda skýrslunnar á vistfræðilegri þekkingu má helst nefna:Byggt er á röngum, eða í besta falli ofureinfölduðum, forsendum við mat á áhrifum hvala á fiskistofna.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði og byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins.Skýrslan er ekki ritrýnd af óháðum vistfræðingum. Höfundar styðjast nær eingöngu við tvær rúmlega tveggja áratuga gamlar vísindagreinar Hafrannsóknastofnunar. Önnur þessara greina lýsir einföldu fjölstofnalíkani sem sýnir hvernig fækkun hvala gæti mögulega haft jákvæð áhrif á stofnstærðir ákveðinna nytjastofna. Skýrsluhöfundar ganga lengra í ályktun sinni um áhrif af afráni hvala á fiskistofna en Hafrannsóknastofnun telur sig geta gert. Enda eru þau áhrif verulega óljós og ótækt að byggja slíkt mat á svo einföldum forsendum líkt og gert er í skýrslunni.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði Skýrsla Hagfræðistofnunar byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins. Skýrsluhöfundar nýta ekki nýlegar rannsóknir um áhrif hvala á vistkerfi sjávar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur plöntusvifi, sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó.Ofureinföldun á flóknum fæðuvefjum sjávar Í skýrslunni takmarkast umræður og ályktanir um afrán hvala við bein áhrif sem fækkun hvala hefði mögulega á nytjastofna. Það er ekki hægt að skoða vistfræðileg áhrif af afráni hvala eingöngu út frá samkeppni hvala við nytjastofna. Forsendan sem er gefin í skýrslunni er sú að hver sá fiskur sem ekki er étinn af hval nýtist fiskveiðiflotanum. Þetta er ofureinföldun á flóknu samspili lífvera innan vistkerfis og fæðuvefjar. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á beinum skammtímatengslum næstu nágranna í fæðuvefnum og langtímaáhrifum sem hljótast af flóknum tengslum lífvera og ákvarða uppbyggingu vefjarins til lengri tíma. Við minnkað afrán hvala breytast hlutföll fiskitegunda, krabbadýra, hveldýra og margra fleiri hópa. Afrán hvala getur einnig haft jákvæð áhrif á ákveðna nytjastofna t.d. með áti á tegundum sem eru í samkeppni við þá stofna. Áhrifin eru því ófyrirséð og ábyrgðarlaust að álykta að brotthvarf um 40% hvala yrði til sambærilegrar fjölgunar í nytjastofnum. Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlægja hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.Ástandsbreytingar í hafinu á tímum loftslagshlýnunar Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á vistkerfi sjávar. Ofan á þessa þætti bætist súrnun sjávar og fjölbreytt mengun. Lífríki sjávar á því undir högg að sækja og breytingarnar eru nú þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á útbreiðslumynstur fjölmargra lífvera og hafa jafnvel leitt til hruns í stofnum. Við vísindalega úttekt á áhrifum hvalveiða á nytjastofna er ótækt að líta fram hjá þeim fjölmörgu óvissuþáttum sem fylgja loftslagsbreytingum og mengun. Ljóst er að auka þarf rannsóknir á þessu sviði svo hægt sé að leggja betra mat á hversu mikla nýtingu vistkerfi sjávar þola. Edda Elísabet Magnúsdóttir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Bjarni Kristófer Kristjánsson Ester Rut Unnsteinsdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Gísli Már Gíslason Tómas Grétar Gunnarsson Jóhann Þórsson Ágústa Helgadóttir Erpur Snær Hansen
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun