Leti í starfi Stefán Pétursson skrifar 23. janúar 2019 12:28 Þeir fóru mikinn sérfræðingarnir, Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson, á Stöð 2 sport nú nýlega, þegar þeir opinberuðu vanþekkingu sína á hinum ýmsu málum ótengdu því sporti sem þeir gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar í.Vitundarvakning Ég ætla hér aðeins að tæpa á því sem snýr beint að mér og þeirri starfsstétt sem ég tilheyri. Ég er sjúkraflutningamaður og hef starfað í bráðaþjónustu utan spítala í tæp 18 ár, á þessum tæpu 18 árum hefur átt sér stað mikil vitundarvakning hvað varðar áfallastreitu, stress, álag í starfi og kulnun, nei afsakið, leti. Það þykir ekki tiltökumál í dag að viðbragðsaðilar leiti sér aðstoðar sálfræðinga eftir erfið útköll eða áföll, enda mikil vinna verið lögð í að gera þá aðstoð sjálfsagða og eðlilegt framhald af úrvinnslu erfiðra mála. Hér áður fyrr þótti það til merkis um aumingjaskap, jafnvel leti, að viðurkenna að þurfa hjálp við úrvinnslu slíkra mála. Á þessum tæpu 18 árum mínum í starfi sjúkraflutningamanns í bráðaþjónustu utan spítala hef ég orðið vitni að því þegar menn „krassa" í starfi og það er ömurlegt að verða vitni að slíku, hvað þá að verða fyrir því. Yfirleitt er það þannig að viðkomandi, sem fer að finna fyrir kulnun, nei ég meina auðvitað leti, reynir að fela það eins lengi og unnt er. Viðkomandi fer að taka út fleiri og fleiri veikindadaga, verður skapstyggur, fer jafnvel að drekka ótæpilega af áfengi, sefur illa og skapgerðarbrestir fara að koma í ljós.Pissukeppni Ef ekki er gripið inn í þetta ferli snemma fer illa, ég hef séð það gerast og það er ekkert gamanmál. En aftur að ykkur sérfræðingunum. Það verður sennilega að skrifa þennan kjánaskap í ykkur á þekkingarleysi og athyglissýki og að öllum líkindum keppnisskap, því engu var líkara en þið væruð í pissukeppni um hvor ykkar gæti pissað lengur og meira. Þetta var svona , pabbi minn er sterkari en pabbi þinn, móment. Eitt skuluð þið þó vita, kulnun er dauðans alvara, en ekki leti. Þið ættuð að vera menn að meiru og biðjast afsökunar á óvönduðu orðfæri, vanþekkingu á málefninu og læra af mistökunum og skammast ykkar, réttast væri að leysa niður um ykkur og flengja duglega, ég er bara svo latur að ég nenni því ekki.Höfundur er sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þeir fóru mikinn sérfræðingarnir, Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson, á Stöð 2 sport nú nýlega, þegar þeir opinberuðu vanþekkingu sína á hinum ýmsu málum ótengdu því sporti sem þeir gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar í.Vitundarvakning Ég ætla hér aðeins að tæpa á því sem snýr beint að mér og þeirri starfsstétt sem ég tilheyri. Ég er sjúkraflutningamaður og hef starfað í bráðaþjónustu utan spítala í tæp 18 ár, á þessum tæpu 18 árum hefur átt sér stað mikil vitundarvakning hvað varðar áfallastreitu, stress, álag í starfi og kulnun, nei afsakið, leti. Það þykir ekki tiltökumál í dag að viðbragðsaðilar leiti sér aðstoðar sálfræðinga eftir erfið útköll eða áföll, enda mikil vinna verið lögð í að gera þá aðstoð sjálfsagða og eðlilegt framhald af úrvinnslu erfiðra mála. Hér áður fyrr þótti það til merkis um aumingjaskap, jafnvel leti, að viðurkenna að þurfa hjálp við úrvinnslu slíkra mála. Á þessum tæpu 18 árum mínum í starfi sjúkraflutningamanns í bráðaþjónustu utan spítala hef ég orðið vitni að því þegar menn „krassa" í starfi og það er ömurlegt að verða vitni að slíku, hvað þá að verða fyrir því. Yfirleitt er það þannig að viðkomandi, sem fer að finna fyrir kulnun, nei ég meina auðvitað leti, reynir að fela það eins lengi og unnt er. Viðkomandi fer að taka út fleiri og fleiri veikindadaga, verður skapstyggur, fer jafnvel að drekka ótæpilega af áfengi, sefur illa og skapgerðarbrestir fara að koma í ljós.Pissukeppni Ef ekki er gripið inn í þetta ferli snemma fer illa, ég hef séð það gerast og það er ekkert gamanmál. En aftur að ykkur sérfræðingunum. Það verður sennilega að skrifa þennan kjánaskap í ykkur á þekkingarleysi og athyglissýki og að öllum líkindum keppnisskap, því engu var líkara en þið væruð í pissukeppni um hvor ykkar gæti pissað lengur og meira. Þetta var svona , pabbi minn er sterkari en pabbi þinn, móment. Eitt skuluð þið þó vita, kulnun er dauðans alvara, en ekki leti. Þið ættuð að vera menn að meiru og biðjast afsökunar á óvönduðu orðfæri, vanþekkingu á málefninu og læra af mistökunum og skammast ykkar, réttast væri að leysa niður um ykkur og flengja duglega, ég er bara svo latur að ég nenni því ekki.Höfundur er sjúkraflutningamaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar