Danir burstuðu heimsmeistarana og eru komnir í úrslit á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 25. janúar 2019 17:52 Rasmus Lauge fagnar marki í kvöld. vísir/epa Danmörk er komið í úrslitaleikinn á HM í handbolta eftir að hafa rúllað yfir ríkjandi heimsmeistara, Frakka, er liðin mættust í Hamburg í kvöld. Lokatölur 38-30. Danirnir gáfu tóninn strax frá upphafi. Þeir leiddu 6-4 og svo 10-7. Þeir gáfu svo heldur betur í fyrir lok fyrri hálfleiks en þeir skoruðu 21 mark í fyrri hálfleik gegn sextán mörkum Fraka. Niklas Landin var ekki að finna sig í markinu hjá Dönum en Jannick Green kom inn í markið og fann sig vel. Frönsku markverðirnir voru með skelfilega markvörslu. Þeir voru samanlagt búnir að verja eitt skot er 40 mínútur voru komnar á klukkuna. Mikkel Hansen var stórkostlegur í liði Dana og leiddi sóknarleik liðsins. Hann var kominn með níu mörk eftir 34 mínútur en er stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddu Danirnir með tíu mörkum. Það var mesta forysta Dana í leiknum en þá var leiknum svo gott sem lokið. Í raun formsatriði fyrir Danina að klára leikinn á þeim tímapunkti og munurinn varð að endingu átta mörk, 38-30. Þeir eru því komnir í úrslitaleikinn, sem leikinn verður í Danmörku, á sunnudag. Mótherjinn verður annað hvort Þýskaland eða Noregur en þau mætast í kvöld. Eins og áður hefur verið nefnt þá fór Mikkel Hansen fyrir frábæru dönsku liði. Hann endaði með því að skora tólfta mörk og gaf annað eins af frábærum stoðsendingum. Stórkostlegur. Næstur kom Rasmus Lauge með sex mörk. Í liði Frakka voru það afar fáir sem náðu sér á strik. Nikola Karabatic fann sig engan veginn en markahæstur var Kentin Mahe með átta mörk. Melvyn Richardson gerði sex mörk. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Danmörk er komið í úrslitaleikinn á HM í handbolta eftir að hafa rúllað yfir ríkjandi heimsmeistara, Frakka, er liðin mættust í Hamburg í kvöld. Lokatölur 38-30. Danirnir gáfu tóninn strax frá upphafi. Þeir leiddu 6-4 og svo 10-7. Þeir gáfu svo heldur betur í fyrir lok fyrri hálfleiks en þeir skoruðu 21 mark í fyrri hálfleik gegn sextán mörkum Fraka. Niklas Landin var ekki að finna sig í markinu hjá Dönum en Jannick Green kom inn í markið og fann sig vel. Frönsku markverðirnir voru með skelfilega markvörslu. Þeir voru samanlagt búnir að verja eitt skot er 40 mínútur voru komnar á klukkuna. Mikkel Hansen var stórkostlegur í liði Dana og leiddi sóknarleik liðsins. Hann var kominn með níu mörk eftir 34 mínútur en er stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddu Danirnir með tíu mörkum. Það var mesta forysta Dana í leiknum en þá var leiknum svo gott sem lokið. Í raun formsatriði fyrir Danina að klára leikinn á þeim tímapunkti og munurinn varð að endingu átta mörk, 38-30. Þeir eru því komnir í úrslitaleikinn, sem leikinn verður í Danmörku, á sunnudag. Mótherjinn verður annað hvort Þýskaland eða Noregur en þau mætast í kvöld. Eins og áður hefur verið nefnt þá fór Mikkel Hansen fyrir frábæru dönsku liði. Hann endaði með því að skora tólfta mörk og gaf annað eins af frábærum stoðsendingum. Stórkostlegur. Næstur kom Rasmus Lauge með sex mörk. Í liði Frakka voru það afar fáir sem náðu sér á strik. Nikola Karabatic fann sig engan veginn en markahæstur var Kentin Mahe með átta mörk. Melvyn Richardson gerði sex mörk.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti