Telur laun og gengi íslensku krónunnar hafa mestu áhrifin Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Fréttablaðið/Ernir Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira
Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira