Um gildar „ástæður“ gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands Lára Magnúsardóttir skrifar 15. janúar 2019 11:00 Bandarísk kona að nafni Merrill Kaplan hefur sent tilmæli til ritstjórnar Vísindavefs Háskóla Íslands þess efnis að tekin verði af vefnum grein frá árinu 2001 sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“. Af því tilefni sendi ritstjórnin höfundi svarsins við spurningunni, Gísla Gunnarssyni, fyrirspurn um álit hans á því að greinin yrði tekin af Vísindavefnum. Gísli, sem nú er sagnfræðiprófessor á eftirlaunum, sagði frá þessu á Facebook og þaðan rataði málið í fréttir. Þann 15. janúar var Gísli búinn að breyta greininni, en hafði áður lýst afstöðu sinni til eigin rökfærslu á Facebook. Þar sagði hann umræðuefnið „viðkvæmt“ og endaði á þessum orðum: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Á Vísindavefinn getur almenningur sent hvers konar spurningar sem leitast er við að svara. Nokkuð erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig starfinu á Vísindavefnum er hagað, en á einum stað stendur að stundum svari ritstjórnarmenn spurningum sjálfir en að yfirleitt séu það „sérfróðir menn á viðkomandi sviði“ hjá HÍ sem geri það. Margt á Vísindavefnum er frábært og þar er einstök þjónusta við almenning. Í öðrum tilvikum svara BA- og BS-nemendur spurningum sem heyra ekki einu sinni undir fagið sem þeir leggja stund á, nota orðabækur og gögn sem enginn vandi er fyrir almenning að fletta sjálfur upp – oft gamalt. Þess vegna eru svörin ekki alltaf upplýsandi og lesandinn getur í raun ekki reitt sig á að svörin séu „vísindaleg“. Ekki er gefin ástæða þess að einmitt Gísli Gunnarsson skyldi hafa verið valinn til þess að svara spurningunni sem barst fyrir 18 árum um ástæður gyðingaofsókna. Hann hefur aldrei legið á pólitískum skoðunum sínum og fullvíst er að hann aðhyllist ekki kynþáttahyggju, en í meginatriðum má lýsa nálgun hans við stjórnmál fyrir botni Miðjarðarhafs þannig, að hann sé í hópi þeirra sem hallast að jafnaði að málstað Palestínu gegn Ísrael. Gísli er mætur fræðimaður og vel að sér, en sérhæfing hans í sagnfræði og starfi sem prófessor hjá Háskóla Íslands hefur aldrei haft snertifleti við umræðuefnið. Það kann að vera ástæða þess að Gísli féll í gildru þegar hann segir í niðurstöðu að það hafi verið forlagahyggja gyðinga sem gerði „nasistum auðveldara að framkvæma fjöldadráp sín á gyðingum en andstaða við hana er ein af forsendum zíonismans sem er í senn helsta hugmyndafræði tveggja stærstu flokkanna í Ísrael, Likud og Verkamannaflokksins“. Villan hjá Gísla var að reyna að svara spurningu sem er í raun ógild, af því að hún felur í sér tillögu um rökrétt samhengi ástæðunnar. Rétt hefði verið að skilgreina spurninguna upp á nýtt og leggja fram í því samhengi nokkur grundvallaratriði sem fræðirannsóknir hafa leitt í ljós, eða sem eru í umræðunni, um gyðingaofsóknir og skyld málefni. Meðfylgjandi ættu að vera tilvísanir í ritin sem greinin á Vísindavefnum byggist á. Sú fræðilega umræða sem hæst ber hefði, með öðrum orðum, átt að stýra því hvernig svarið á Vísindavefinn var samið, vera upplýsandi um þessi atriði og leiða fróðleiksfúsa lesendur áfram í sannleiksleit sinni. Þess í stað skrifaði Gísli Gunnarsson pólitískan pistil, enda eru það einu forsendurnar sem hann hafði til að nálgast umræðuefnið, eins og staðfestist með orðum hans sjálfs á Facebook sem vitnað er í að ofan: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Að óreyndu mætti ætla að á Vísindavef Háskólans væri hægt að nálgast svör af því tagi sem kennarar legðu sig í líma við að fræða nemendur sína um, sem eru sjaldan endanleg og oftast áskorun um frekari leit með vísbendingum um leiðir og aðferðir. Þau ættu aldrei að vera tilvísanalaus, enda er vísindastarf alltaf hlekkur í keðju og aldrei einstök skoðun. Þar eiga ekki að fara fram rökræður, heldur eiga að koma fram upplýsingar um fræðilega samræðu og rökfærslu. Þaðan af síður ætti að birta einræður sem ætlaðar eru til rökræðu á öðrum vettvangi. Eða, hver er ritstjórnarstefna Vísindavefsins? Teljast svörin þar höfundarverk eða er Vísindavefurinn andlit Háskóla Íslands þar sem leitast er við að koma á framfæri upplýsingum sem endurspegla fræðilega stöðu samtímans? Hvað gerist til dæmis ef svar á Vísindavefnum úreldist? Og hvers vegna eru svarendur á Vísindavef Háskóla Íslands bara „yfirleitt“ sérfróðir, fremur en ávallt? Hvernig á almennur lesandi að greina þar á milli? Spurningin sem nú hefur komið upp á yfirborðið um svar Gísla Gunnarssonar við spurningunni um ástæður gyðingaofsókna er til marks um að tími sé kominn til að gera skurk á Vísindavefnum til þess að hann staðni ekki, en geti staðið áfram undir nokkuð góðu orðspori. Þar stendur upp á þá sem bera ábyrgð á Vísindavefnum og Háskóla Íslands að svara því hvort „ástæður“ gyðingaofsókna séu einmitt þær sem segir á Vísindavefnum samkvæmt bestu vísindalegu þekkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Bandarísk kona að nafni Merrill Kaplan hefur sent tilmæli til ritstjórnar Vísindavefs Háskóla Íslands þess efnis að tekin verði af vefnum grein frá árinu 2001 sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“. Af því tilefni sendi ritstjórnin höfundi svarsins við spurningunni, Gísla Gunnarssyni, fyrirspurn um álit hans á því að greinin yrði tekin af Vísindavefnum. Gísli, sem nú er sagnfræðiprófessor á eftirlaunum, sagði frá þessu á Facebook og þaðan rataði málið í fréttir. Þann 15. janúar var Gísli búinn að breyta greininni, en hafði áður lýst afstöðu sinni til eigin rökfærslu á Facebook. Þar sagði hann umræðuefnið „viðkvæmt“ og endaði á þessum orðum: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Á Vísindavefinn getur almenningur sent hvers konar spurningar sem leitast er við að svara. Nokkuð erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig starfinu á Vísindavefnum er hagað, en á einum stað stendur að stundum svari ritstjórnarmenn spurningum sjálfir en að yfirleitt séu það „sérfróðir menn á viðkomandi sviði“ hjá HÍ sem geri það. Margt á Vísindavefnum er frábært og þar er einstök þjónusta við almenning. Í öðrum tilvikum svara BA- og BS-nemendur spurningum sem heyra ekki einu sinni undir fagið sem þeir leggja stund á, nota orðabækur og gögn sem enginn vandi er fyrir almenning að fletta sjálfur upp – oft gamalt. Þess vegna eru svörin ekki alltaf upplýsandi og lesandinn getur í raun ekki reitt sig á að svörin séu „vísindaleg“. Ekki er gefin ástæða þess að einmitt Gísli Gunnarsson skyldi hafa verið valinn til þess að svara spurningunni sem barst fyrir 18 árum um ástæður gyðingaofsókna. Hann hefur aldrei legið á pólitískum skoðunum sínum og fullvíst er að hann aðhyllist ekki kynþáttahyggju, en í meginatriðum má lýsa nálgun hans við stjórnmál fyrir botni Miðjarðarhafs þannig, að hann sé í hópi þeirra sem hallast að jafnaði að málstað Palestínu gegn Ísrael. Gísli er mætur fræðimaður og vel að sér, en sérhæfing hans í sagnfræði og starfi sem prófessor hjá Háskóla Íslands hefur aldrei haft snertifleti við umræðuefnið. Það kann að vera ástæða þess að Gísli féll í gildru þegar hann segir í niðurstöðu að það hafi verið forlagahyggja gyðinga sem gerði „nasistum auðveldara að framkvæma fjöldadráp sín á gyðingum en andstaða við hana er ein af forsendum zíonismans sem er í senn helsta hugmyndafræði tveggja stærstu flokkanna í Ísrael, Likud og Verkamannaflokksins“. Villan hjá Gísla var að reyna að svara spurningu sem er í raun ógild, af því að hún felur í sér tillögu um rökrétt samhengi ástæðunnar. Rétt hefði verið að skilgreina spurninguna upp á nýtt og leggja fram í því samhengi nokkur grundvallaratriði sem fræðirannsóknir hafa leitt í ljós, eða sem eru í umræðunni, um gyðingaofsóknir og skyld málefni. Meðfylgjandi ættu að vera tilvísanir í ritin sem greinin á Vísindavefnum byggist á. Sú fræðilega umræða sem hæst ber hefði, með öðrum orðum, átt að stýra því hvernig svarið á Vísindavefinn var samið, vera upplýsandi um þessi atriði og leiða fróðleiksfúsa lesendur áfram í sannleiksleit sinni. Þess í stað skrifaði Gísli Gunnarsson pólitískan pistil, enda eru það einu forsendurnar sem hann hafði til að nálgast umræðuefnið, eins og staðfestist með orðum hans sjálfs á Facebook sem vitnað er í að ofan: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Að óreyndu mætti ætla að á Vísindavef Háskólans væri hægt að nálgast svör af því tagi sem kennarar legðu sig í líma við að fræða nemendur sína um, sem eru sjaldan endanleg og oftast áskorun um frekari leit með vísbendingum um leiðir og aðferðir. Þau ættu aldrei að vera tilvísanalaus, enda er vísindastarf alltaf hlekkur í keðju og aldrei einstök skoðun. Þar eiga ekki að fara fram rökræður, heldur eiga að koma fram upplýsingar um fræðilega samræðu og rökfærslu. Þaðan af síður ætti að birta einræður sem ætlaðar eru til rökræðu á öðrum vettvangi. Eða, hver er ritstjórnarstefna Vísindavefsins? Teljast svörin þar höfundarverk eða er Vísindavefurinn andlit Háskóla Íslands þar sem leitast er við að koma á framfæri upplýsingum sem endurspegla fræðilega stöðu samtímans? Hvað gerist til dæmis ef svar á Vísindavefnum úreldist? Og hvers vegna eru svarendur á Vísindavef Háskóla Íslands bara „yfirleitt“ sérfróðir, fremur en ávallt? Hvernig á almennur lesandi að greina þar á milli? Spurningin sem nú hefur komið upp á yfirborðið um svar Gísla Gunnarssonar við spurningunni um ástæður gyðingaofsókna er til marks um að tími sé kominn til að gera skurk á Vísindavefnum til þess að hann staðni ekki, en geti staðið áfram undir nokkuð góðu orðspori. Þar stendur upp á þá sem bera ábyrgð á Vísindavefnum og Háskóla Íslands að svara því hvort „ástæður“ gyðingaofsókna séu einmitt þær sem segir á Vísindavefnum samkvæmt bestu vísindalegu þekkingu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar