Um gildar „ástæður“ gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands Lára Magnúsardóttir skrifar 15. janúar 2019 11:00 Bandarísk kona að nafni Merrill Kaplan hefur sent tilmæli til ritstjórnar Vísindavefs Háskóla Íslands þess efnis að tekin verði af vefnum grein frá árinu 2001 sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“. Af því tilefni sendi ritstjórnin höfundi svarsins við spurningunni, Gísla Gunnarssyni, fyrirspurn um álit hans á því að greinin yrði tekin af Vísindavefnum. Gísli, sem nú er sagnfræðiprófessor á eftirlaunum, sagði frá þessu á Facebook og þaðan rataði málið í fréttir. Þann 15. janúar var Gísli búinn að breyta greininni, en hafði áður lýst afstöðu sinni til eigin rökfærslu á Facebook. Þar sagði hann umræðuefnið „viðkvæmt“ og endaði á þessum orðum: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Á Vísindavefinn getur almenningur sent hvers konar spurningar sem leitast er við að svara. Nokkuð erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig starfinu á Vísindavefnum er hagað, en á einum stað stendur að stundum svari ritstjórnarmenn spurningum sjálfir en að yfirleitt séu það „sérfróðir menn á viðkomandi sviði“ hjá HÍ sem geri það. Margt á Vísindavefnum er frábært og þar er einstök þjónusta við almenning. Í öðrum tilvikum svara BA- og BS-nemendur spurningum sem heyra ekki einu sinni undir fagið sem þeir leggja stund á, nota orðabækur og gögn sem enginn vandi er fyrir almenning að fletta sjálfur upp – oft gamalt. Þess vegna eru svörin ekki alltaf upplýsandi og lesandinn getur í raun ekki reitt sig á að svörin séu „vísindaleg“. Ekki er gefin ástæða þess að einmitt Gísli Gunnarsson skyldi hafa verið valinn til þess að svara spurningunni sem barst fyrir 18 árum um ástæður gyðingaofsókna. Hann hefur aldrei legið á pólitískum skoðunum sínum og fullvíst er að hann aðhyllist ekki kynþáttahyggju, en í meginatriðum má lýsa nálgun hans við stjórnmál fyrir botni Miðjarðarhafs þannig, að hann sé í hópi þeirra sem hallast að jafnaði að málstað Palestínu gegn Ísrael. Gísli er mætur fræðimaður og vel að sér, en sérhæfing hans í sagnfræði og starfi sem prófessor hjá Háskóla Íslands hefur aldrei haft snertifleti við umræðuefnið. Það kann að vera ástæða þess að Gísli féll í gildru þegar hann segir í niðurstöðu að það hafi verið forlagahyggja gyðinga sem gerði „nasistum auðveldara að framkvæma fjöldadráp sín á gyðingum en andstaða við hana er ein af forsendum zíonismans sem er í senn helsta hugmyndafræði tveggja stærstu flokkanna í Ísrael, Likud og Verkamannaflokksins“. Villan hjá Gísla var að reyna að svara spurningu sem er í raun ógild, af því að hún felur í sér tillögu um rökrétt samhengi ástæðunnar. Rétt hefði verið að skilgreina spurninguna upp á nýtt og leggja fram í því samhengi nokkur grundvallaratriði sem fræðirannsóknir hafa leitt í ljós, eða sem eru í umræðunni, um gyðingaofsóknir og skyld málefni. Meðfylgjandi ættu að vera tilvísanir í ritin sem greinin á Vísindavefnum byggist á. Sú fræðilega umræða sem hæst ber hefði, með öðrum orðum, átt að stýra því hvernig svarið á Vísindavefinn var samið, vera upplýsandi um þessi atriði og leiða fróðleiksfúsa lesendur áfram í sannleiksleit sinni. Þess í stað skrifaði Gísli Gunnarsson pólitískan pistil, enda eru það einu forsendurnar sem hann hafði til að nálgast umræðuefnið, eins og staðfestist með orðum hans sjálfs á Facebook sem vitnað er í að ofan: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Að óreyndu mætti ætla að á Vísindavef Háskólans væri hægt að nálgast svör af því tagi sem kennarar legðu sig í líma við að fræða nemendur sína um, sem eru sjaldan endanleg og oftast áskorun um frekari leit með vísbendingum um leiðir og aðferðir. Þau ættu aldrei að vera tilvísanalaus, enda er vísindastarf alltaf hlekkur í keðju og aldrei einstök skoðun. Þar eiga ekki að fara fram rökræður, heldur eiga að koma fram upplýsingar um fræðilega samræðu og rökfærslu. Þaðan af síður ætti að birta einræður sem ætlaðar eru til rökræðu á öðrum vettvangi. Eða, hver er ritstjórnarstefna Vísindavefsins? Teljast svörin þar höfundarverk eða er Vísindavefurinn andlit Háskóla Íslands þar sem leitast er við að koma á framfæri upplýsingum sem endurspegla fræðilega stöðu samtímans? Hvað gerist til dæmis ef svar á Vísindavefnum úreldist? Og hvers vegna eru svarendur á Vísindavef Háskóla Íslands bara „yfirleitt“ sérfróðir, fremur en ávallt? Hvernig á almennur lesandi að greina þar á milli? Spurningin sem nú hefur komið upp á yfirborðið um svar Gísla Gunnarssonar við spurningunni um ástæður gyðingaofsókna er til marks um að tími sé kominn til að gera skurk á Vísindavefnum til þess að hann staðni ekki, en geti staðið áfram undir nokkuð góðu orðspori. Þar stendur upp á þá sem bera ábyrgð á Vísindavefnum og Háskóla Íslands að svara því hvort „ástæður“ gyðingaofsókna séu einmitt þær sem segir á Vísindavefnum samkvæmt bestu vísindalegu þekkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Bandarísk kona að nafni Merrill Kaplan hefur sent tilmæli til ritstjórnar Vísindavefs Háskóla Íslands þess efnis að tekin verði af vefnum grein frá árinu 2001 sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“. Af því tilefni sendi ritstjórnin höfundi svarsins við spurningunni, Gísla Gunnarssyni, fyrirspurn um álit hans á því að greinin yrði tekin af Vísindavefnum. Gísli, sem nú er sagnfræðiprófessor á eftirlaunum, sagði frá þessu á Facebook og þaðan rataði málið í fréttir. Þann 15. janúar var Gísli búinn að breyta greininni, en hafði áður lýst afstöðu sinni til eigin rökfærslu á Facebook. Þar sagði hann umræðuefnið „viðkvæmt“ og endaði á þessum orðum: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Á Vísindavefinn getur almenningur sent hvers konar spurningar sem leitast er við að svara. Nokkuð erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig starfinu á Vísindavefnum er hagað, en á einum stað stendur að stundum svari ritstjórnarmenn spurningum sjálfir en að yfirleitt séu það „sérfróðir menn á viðkomandi sviði“ hjá HÍ sem geri það. Margt á Vísindavefnum er frábært og þar er einstök þjónusta við almenning. Í öðrum tilvikum svara BA- og BS-nemendur spurningum sem heyra ekki einu sinni undir fagið sem þeir leggja stund á, nota orðabækur og gögn sem enginn vandi er fyrir almenning að fletta sjálfur upp – oft gamalt. Þess vegna eru svörin ekki alltaf upplýsandi og lesandinn getur í raun ekki reitt sig á að svörin séu „vísindaleg“. Ekki er gefin ástæða þess að einmitt Gísli Gunnarsson skyldi hafa verið valinn til þess að svara spurningunni sem barst fyrir 18 árum um ástæður gyðingaofsókna. Hann hefur aldrei legið á pólitískum skoðunum sínum og fullvíst er að hann aðhyllist ekki kynþáttahyggju, en í meginatriðum má lýsa nálgun hans við stjórnmál fyrir botni Miðjarðarhafs þannig, að hann sé í hópi þeirra sem hallast að jafnaði að málstað Palestínu gegn Ísrael. Gísli er mætur fræðimaður og vel að sér, en sérhæfing hans í sagnfræði og starfi sem prófessor hjá Háskóla Íslands hefur aldrei haft snertifleti við umræðuefnið. Það kann að vera ástæða þess að Gísli féll í gildru þegar hann segir í niðurstöðu að það hafi verið forlagahyggja gyðinga sem gerði „nasistum auðveldara að framkvæma fjöldadráp sín á gyðingum en andstaða við hana er ein af forsendum zíonismans sem er í senn helsta hugmyndafræði tveggja stærstu flokkanna í Ísrael, Likud og Verkamannaflokksins“. Villan hjá Gísla var að reyna að svara spurningu sem er í raun ógild, af því að hún felur í sér tillögu um rökrétt samhengi ástæðunnar. Rétt hefði verið að skilgreina spurninguna upp á nýtt og leggja fram í því samhengi nokkur grundvallaratriði sem fræðirannsóknir hafa leitt í ljós, eða sem eru í umræðunni, um gyðingaofsóknir og skyld málefni. Meðfylgjandi ættu að vera tilvísanir í ritin sem greinin á Vísindavefnum byggist á. Sú fræðilega umræða sem hæst ber hefði, með öðrum orðum, átt að stýra því hvernig svarið á Vísindavefinn var samið, vera upplýsandi um þessi atriði og leiða fróðleiksfúsa lesendur áfram í sannleiksleit sinni. Þess í stað skrifaði Gísli Gunnarsson pólitískan pistil, enda eru það einu forsendurnar sem hann hafði til að nálgast umræðuefnið, eins og staðfestist með orðum hans sjálfs á Facebook sem vitnað er í að ofan: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Að óreyndu mætti ætla að á Vísindavef Háskólans væri hægt að nálgast svör af því tagi sem kennarar legðu sig í líma við að fræða nemendur sína um, sem eru sjaldan endanleg og oftast áskorun um frekari leit með vísbendingum um leiðir og aðferðir. Þau ættu aldrei að vera tilvísanalaus, enda er vísindastarf alltaf hlekkur í keðju og aldrei einstök skoðun. Þar eiga ekki að fara fram rökræður, heldur eiga að koma fram upplýsingar um fræðilega samræðu og rökfærslu. Þaðan af síður ætti að birta einræður sem ætlaðar eru til rökræðu á öðrum vettvangi. Eða, hver er ritstjórnarstefna Vísindavefsins? Teljast svörin þar höfundarverk eða er Vísindavefurinn andlit Háskóla Íslands þar sem leitast er við að koma á framfæri upplýsingum sem endurspegla fræðilega stöðu samtímans? Hvað gerist til dæmis ef svar á Vísindavefnum úreldist? Og hvers vegna eru svarendur á Vísindavef Háskóla Íslands bara „yfirleitt“ sérfróðir, fremur en ávallt? Hvernig á almennur lesandi að greina þar á milli? Spurningin sem nú hefur komið upp á yfirborðið um svar Gísla Gunnarssonar við spurningunni um ástæður gyðingaofsókna er til marks um að tími sé kominn til að gera skurk á Vísindavefnum til þess að hann staðni ekki, en geti staðið áfram undir nokkuð góðu orðspori. Þar stendur upp á þá sem bera ábyrgð á Vísindavefnum og Háskóla Íslands að svara því hvort „ástæður“ gyðingaofsókna séu einmitt þær sem segir á Vísindavefnum samkvæmt bestu vísindalegu þekkingu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun