Umhverfisvitund getur reynst arðbær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:30 Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper. Danmörk Umhverfismál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper.
Danmörk Umhverfismál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira