Handbolti

Norðurlöndin eiga bestu markverðina á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson er í 2. sæti yfir flest varin skot markvarða í riðlakeppninni og enginn varði fleiri víti.
Björgvin Páll Gústavsson er í 2. sæti yfir flest varin skot markvarða í riðlakeppninni og enginn varði fleiri víti. Getty/TF-Images

Þrír bestu markverðir riðlakeppni HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku koma allir úr landsliðum frá Norðurlöndum. Niklas Landin er eini markvörðurinn sem varði fleiri skot í riðlakeppninni en íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson.

Bestu markverður mótsins samkvæmt tölunum eru aðalmarkverðir Norðmanna, Dana og Svía en fjórir aðrir markverðir frá Norðurlöndum eru síðan meðal sextán hæstu í hlutfallsmarkvörslu á mótinu.

Norðmaðurinn Espen Christensen og Daninn Niklas Landin voru báðir með 45 prósent markvörslu í riðlakeppninni.  Christensen varði 38 af 85 skotum eða 44,7 prósent en Landin varði 44,6 prósent skotanna eða 54 af 121. Landin er einnig með bestu hlutfallsmarkvörsluna í vítum.

Þriðji á listanum er síðan Svíinn Andreas Palicka sem er með 43,2 prósent markvörslu. Svíar eiga síðan annan markvörð á topp tíu en það er Mikael Appelgren sem er með 36,6 prósent markvörslu.

Daninn Jannick Green er síðan í tólfta sæti með 35,3 prósent markvörslu.

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, er í 12. til 16. sæti með 35 prósent markvörslu samkvæmt tölfræði mótshaldara. Þegar prósenturnar eru skoðaðar aðeins nánar þá kemur í ljós að okkar maður er í raun í 16. sætinu.  

Björgvin Páll varði 51 skot í fimm leikjum Íslands í riðlakeppninni eða yfir tíu skot að meðaltali í leik.

Björgvin Páll er einnig sá markvörður sem varði flest víti í riðlakeppninni (7) og er enn fremur í 4. sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörslu í vítum. Björgvin Páll varði 41 prósent vítanna eða 7 af 17.

Hæsta hlutfallsmarkvarsla í riðlakeppni HM 2019:
1. Espen Christensen, Noregi 44,7%
2. Niklas Landin, Danmörku 44,6%
3. Andreas Palicka, Svíþjóð 43,2%
4. Mohamed El-Tayar, Egyptalandi 42,0%
5. VIvan Stevanović, Króatíu 39,1%
6. Vincent Gérard, Frakklandi 38,6%
7. Andreas Wolff, Þýskalandi 38,5%
8. Marin Sego, Króatíu 37,4%
9. Borko Ristovski, Makedóníu 37,3%
10. Mikael Appelgren, Svíþjóð 36,6%
10. Gonzalo Pérez de Vargas, Spáni 36,6%
12. Jannick Green, Danmörku 35,3%
13. Torbjörn Bergerud, Noregi 35,1%
14. Cesar Algusto Almeida, Brasilíu 35,1
15. Makrem Missaoui, Túnis 34,95%
16. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 34,93%

Flest varin skot í riðlakeppni HM 2019:
1. Niklas Landin, Danmörku 54
2. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 51
3. Borko Ristovski, Makedóníu 47
4. Vincent Gérard, Frakklandi 44
5. Marin Sego, Króatíu 43
6. Andreas Wolff, Þýskalandi 42
7. Torbjörn Bergerud, Noregi 39
8. Andreas Palicka, Svíþjóð 39
8. Roland Mikler, Ungverjalandi 38
10. Makrem Missaoui, Túnis 36Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.