Hlutabréf í Apple féllu um tíu prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 23:00 Erfiðir dagar hjá Apple. Vísir/Getty Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007. Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47