Töggur í Sears þrátt fyrir orðróma um gjaldþrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:42 Sears hefur lokað rúmlega helmingi verslana sinna á síðustu mánuðum. Getty/Spencer Platt Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019 Bandaríkin Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019
Bandaríkin Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira