Starfsmenn Bílanausts sendir heim Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:00 Viðskiptavinir Bílanausts sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins í morgun þurftu frá að hverfa. Vísir/Vilhelm Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun. Gjaldþrot Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun.
Gjaldþrot Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira