Fulltrúar Hagstofunnar kynna nýja þjóðhagsspá fyrir fjárlaganefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í dag. Í vor spáði Hagstofan 2,6 prósenta hagvexti en með vísan til nýlegrar spár Alþýðusambands Íslands sem gerði ráð fyrir að hagvöxtur yrði aðeins 0,6 prósent á næsta ári má búast við að þjóðhagsspáin fyrir næsta ár verði svartsýnni en gert var ráð fyrir í vor. Mun það kalla á breytingar á fjárlagafrumvarpi en áætlað er að 2. umræða um fjárlög fari fram 12. nóvember.
Síðastliðið haust þurfti að gera umtalsverðar breytingar á fjárlögum vegna samdráttarspár Hagstofunnar. Hafði fjármálaráðherra sætt töluverðri gagnrýni fyrir bjartsýni í fjárlagafrumvarpi síðasta árs.
Þjóðhagsspá kynnt í dag
Aðalheiður Ámundadóttir skrifar

Mest lesið

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent



Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent

Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent