Frá þessu er greint á Facebook-síðu Valsmanna en Gerður stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá Valsliðinu í vetur sem vann alla þrjá titlana sem í boði eru. Liðið vann deildina, bikarinn og sópaði úrslitakeppninni, 6-0.
Gerður myndaði ótrúlega sterka miðjublokk í Valsliðinu ásamt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur en Gerður var með 4,1 löglega stöðvun að meðaltali í leik og var í áttunda sæti yfir varnareinkunn í Olís-deild kvenna í vetur.
Hún er uppalin í HK en kom til Vals árið 2016 og kveður nú Hlíðarenda og íslenska handboltann sem þrefaldur meistari.
Gerður er þriðji leikmaðurinn sem Ágúst Jóhannsson missir eftir tímabilið en áður hafði verið greint frá því að eistneska skyttan Alina Molkova og þýski markvörðurinn Chantal Pagel væru farnar frá Val.