Óþægileg klósett sem ætlað er að auka afköst starfsfólks Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2019 11:52 Þréttán gráður eru sagðar vera galdurinn. StandardToilet Breskt félag hefur lagt fram kröfu um einkaleyfi á hönnun salernis sem hugsað er fyrir vinnuveitendur þannig að auka megi afköst starfsfólks. Setan á umræddu salerni hallar þannig að fólk verji síður óþarflega löngum tíma á klósettinu á vinnutíma. Í frétt Wired segir að setan halli um 13 gráður sem gerir það að verkum að fólk þurfi að leggja sig allt fram, ætli það sér að sitja lengur en í fimm mínútur. Hönnunin sé þannig að setan á klósettinu reyni á fæturna, án þess þó að skaða heilsuna. „Þrettán gráður eru ekki óþægilegar, en þú vilt fara af setunni frekar fljótlega,“ segir Mahabir Gill, hugmyndasmiður og eigandi StandardToilet. Gill segist hafa fengið hugmyndina í biðröð þar sem hann beið eftir að komast á salernið. Segist hann nú vera í viðræðum við fjölda sveitarfélaga í Bretlandi, bensínstöðvar, lestarstöðvar, skemmtistaði, verslunarmiðstöðvar og fyrirtæki. Klósettinu er ekki einungis ætlað að vera þjóðhagslega hagkvæmt og auka afköst, heldur eigi það líka að geta stuðlað að bættri líkamsstöðu og draga úr tilfellum gyllinæðar. Rannsóknir hafa sýnt að fólk verji sífellt lengri tíma á klósettinu, meðal annars vegna símanotkunar. Fara margir á salernið jafnvel þó að þeim sé ekki mál heldur sækja þangað til að fá smá frið.StandardToilet áætlar að salernispásur starfsfólks kosti breskum fyrirtækjum um 700 milljarða á ári. Bretland Grín og gaman Nýsköpun Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breskt félag hefur lagt fram kröfu um einkaleyfi á hönnun salernis sem hugsað er fyrir vinnuveitendur þannig að auka megi afköst starfsfólks. Setan á umræddu salerni hallar þannig að fólk verji síður óþarflega löngum tíma á klósettinu á vinnutíma. Í frétt Wired segir að setan halli um 13 gráður sem gerir það að verkum að fólk þurfi að leggja sig allt fram, ætli það sér að sitja lengur en í fimm mínútur. Hönnunin sé þannig að setan á klósettinu reyni á fæturna, án þess þó að skaða heilsuna. „Þrettán gráður eru ekki óþægilegar, en þú vilt fara af setunni frekar fljótlega,“ segir Mahabir Gill, hugmyndasmiður og eigandi StandardToilet. Gill segist hafa fengið hugmyndina í biðröð þar sem hann beið eftir að komast á salernið. Segist hann nú vera í viðræðum við fjölda sveitarfélaga í Bretlandi, bensínstöðvar, lestarstöðvar, skemmtistaði, verslunarmiðstöðvar og fyrirtæki. Klósettinu er ekki einungis ætlað að vera þjóðhagslega hagkvæmt og auka afköst, heldur eigi það líka að geta stuðlað að bættri líkamsstöðu og draga úr tilfellum gyllinæðar. Rannsóknir hafa sýnt að fólk verji sífellt lengri tíma á klósettinu, meðal annars vegna símanotkunar. Fara margir á salernið jafnvel þó að þeim sé ekki mál heldur sækja þangað til að fá smá frið.StandardToilet áætlar að salernispásur starfsfólks kosti breskum fyrirtækjum um 700 milljarða á ári.
Bretland Grín og gaman Nýsköpun Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira