Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2019 18:09 Iceland Express kom sem stormsveipur inn á íslenskan flugmarkað á sínum tíma. Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes. Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes.
Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent