Segir tollaramma blendingsbíla of þröngan: Hækkar um milljón í verði vegna eins gramms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2019 21:00 Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor. Bílar Umhverfismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor.
Bílar Umhverfismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira