Mikkeller og Systur einnig lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 10:31 Hverfisgata 12 stendur við horn Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Á miðhæð var Systur að finna og Mikkeller & Friends á efri hæðum. Vísir/Stefán Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00
Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58