Forkaupsréttinum á Geirsgötu 11 ekki aflétt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. október 2019 06:00 Heildarkaupverðið nemur 1.750 milljónum króna. Fréttablaðið/Ernir Faxaflóahöfnum hefur ekki borist beiðni um að forkaupsrétti stofnunarinnar á Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík verði aflétt. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær hefur malasíska samsteypan Berjaya Corporation gengið frá kaupum á fasteigninni af félögum sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra Brims. Samkvæmt heimildum Markaðarins áformar Berjaya Corporation að reisa fimm stjörnu Four Seasons lúxushótel á reitnum. Faxaflóahafnir hafa forkaupsrétt á öllum eignum innan hafnarsvæðisins sem seldar eru í beinni sölu. Ef um er að ræða viðskipti með hlutafé, þ.e.a.s. kaup á félagi sem á fasteignina, hefur höfnin ekki forkaupsrétt. „Við fáum reglulega beiðnir þar sem óskað er eftir að við föllum frá forkaupsrétti á eign svo að hægt sé að þinglýsa sölunni. Það hefur engin slík beiðni borist um þessa eign,“ segir Gísli. Spurður hvort það komi til greina að nýta forkaupsréttinn, ef hann á við í þessu tilfelli, segir Gísli það frekar ólíklegt. Faxaflóahafnir hafi aðeins einu sinni nýtt forkaupsrétt á eign á hafnarsvæðinu og það hafi verið í skipulagsskyni. Þá segir hann að engar breytingar sem heimila uppbyggingu á hóteli á reitnum hafi orðið á skipulagi svæðisins. „Það hafa engar hugmyndir komið inn á okkar borð með formlegum hætti þannig að slík áform eru ekki inni í myndinni eins og er.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Faxaflóahöfnum hefur ekki borist beiðni um að forkaupsrétti stofnunarinnar á Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík verði aflétt. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær hefur malasíska samsteypan Berjaya Corporation gengið frá kaupum á fasteigninni af félögum sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra Brims. Samkvæmt heimildum Markaðarins áformar Berjaya Corporation að reisa fimm stjörnu Four Seasons lúxushótel á reitnum. Faxaflóahafnir hafa forkaupsrétt á öllum eignum innan hafnarsvæðisins sem seldar eru í beinni sölu. Ef um er að ræða viðskipti með hlutafé, þ.e.a.s. kaup á félagi sem á fasteignina, hefur höfnin ekki forkaupsrétt. „Við fáum reglulega beiðnir þar sem óskað er eftir að við föllum frá forkaupsrétti á eign svo að hægt sé að þinglýsa sölunni. Það hefur engin slík beiðni borist um þessa eign,“ segir Gísli. Spurður hvort það komi til greina að nýta forkaupsréttinn, ef hann á við í þessu tilfelli, segir Gísli það frekar ólíklegt. Faxaflóahafnir hafi aðeins einu sinni nýtt forkaupsrétt á eign á hafnarsvæðinu og það hafi verið í skipulagsskyni. Þá segir hann að engar breytingar sem heimila uppbyggingu á hóteli á reitnum hafi orðið á skipulagi svæðisins. „Það hafa engar hugmyndir komið inn á okkar borð með formlegum hætti þannig að slík áform eru ekki inni í myndinni eins og er.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00