Með 15 til 20 prósenta hlutdeild á markaði fyrir eignastýringu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. mars 2019 07:30 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. Í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management verður sameinað félag með 15 til 20 prósenta hlutdeild, eða áþekka hlutdeild og samstæða Landsbankans, á eignastýringarmarkaði. Eftir sem áður mun samstæða Arion banka tróna yfir keppinautum sínum með 35 til 40 prósenta hlutdeild. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem lagði í síðustu viku blessun sína yfir kaup fjárfestingarbankans á GAMMA. Um er að ræða tölulegt mat eftirlitsins á markaðshlutdeild á grundvelli verðmætis eigna í stýringu. Er það mat eftirlitsins að samruninn muni ekki raska samkeppni á mörkuðum með neinum umtalsverðum hætti. Samkeppniseftirlitið rannsakaði sérstaklega markaðinn fyrir eignastýringu og undirmarkaði hans í ljósi þess að samruninn tekur nær eingöngu til eignastýringar þar sem umsvif GAMMA á öðrum sviðum fjármálaþjónustu, sem Kvika býður einnig upp á, eru afar lítil. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna í kjölfar kaupanna. Var það niðurstaða eftirlitsins að í heild leiddu kaupin til þess að hlutdeild fyrirtækjanna tveggja á heildarmarkaðinum fyrir eignastýringu styrktist nokkuð. Kaupin hefðu hins vegar lítil áhrif á hlutdeild á smásölusjóðamarkaði en samþjöppun ykist nokkuð á fagfjárfestasjóðamarkaði. „Það skiptir verulegu máli í þessu sambandi að á þeim markaði, jafnt sem smásölusjóðamarkaði, etur sameinað félag kappi við öfluga keppinauta sem búa yfir miklum fjárhagslegum styrkleika, þ.e. við stóru viðskiptabankana þrjá,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. Jafnframt búi sameinað félag við öflugt kaupendaaðhald frá almennu lífeyrissjóðunum. Í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins kom almennt fram það mat hjá keppinautum á eignastýringarmarkaði, jafnt stórum sem smáum, að samkeppnin væri hörð á markaðinum. Virtust fyrirtækin á markaðinum ekki telja að samruninn myndi hafa neikvæð áhrif á samkeppni. Ekki væri ólíklegt að aukin stærðarhagkvæmni sameinaðs félags Kviku og GAMMA myndi leiða til aukinnar verðsamkeppni. Slík aukin verðsamkeppni myndi þó geta gert smærri fyrirtækjum erfiðara um vik á markaðinum en þar sem smærri fyrirtækin einbeittu sér fremur að óhefðbundnari fjárfestingarkimum markaðarins, þá ætti það hins vegar ekki við um öll smærri fyrirtækin. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management verður sameinað félag með 15 til 20 prósenta hlutdeild, eða áþekka hlutdeild og samstæða Landsbankans, á eignastýringarmarkaði. Eftir sem áður mun samstæða Arion banka tróna yfir keppinautum sínum með 35 til 40 prósenta hlutdeild. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem lagði í síðustu viku blessun sína yfir kaup fjárfestingarbankans á GAMMA. Um er að ræða tölulegt mat eftirlitsins á markaðshlutdeild á grundvelli verðmætis eigna í stýringu. Er það mat eftirlitsins að samruninn muni ekki raska samkeppni á mörkuðum með neinum umtalsverðum hætti. Samkeppniseftirlitið rannsakaði sérstaklega markaðinn fyrir eignastýringu og undirmarkaði hans í ljósi þess að samruninn tekur nær eingöngu til eignastýringar þar sem umsvif GAMMA á öðrum sviðum fjármálaþjónustu, sem Kvika býður einnig upp á, eru afar lítil. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna í kjölfar kaupanna. Var það niðurstaða eftirlitsins að í heild leiddu kaupin til þess að hlutdeild fyrirtækjanna tveggja á heildarmarkaðinum fyrir eignastýringu styrktist nokkuð. Kaupin hefðu hins vegar lítil áhrif á hlutdeild á smásölusjóðamarkaði en samþjöppun ykist nokkuð á fagfjárfestasjóðamarkaði. „Það skiptir verulegu máli í þessu sambandi að á þeim markaði, jafnt sem smásölusjóðamarkaði, etur sameinað félag kappi við öfluga keppinauta sem búa yfir miklum fjárhagslegum styrkleika, þ.e. við stóru viðskiptabankana þrjá,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. Jafnframt búi sameinað félag við öflugt kaupendaaðhald frá almennu lífeyrissjóðunum. Í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins kom almennt fram það mat hjá keppinautum á eignastýringarmarkaði, jafnt stórum sem smáum, að samkeppnin væri hörð á markaðinum. Virtust fyrirtækin á markaðinum ekki telja að samruninn myndi hafa neikvæð áhrif á samkeppni. Ekki væri ólíklegt að aukin stærðarhagkvæmni sameinaðs félags Kviku og GAMMA myndi leiða til aukinnar verðsamkeppni. Slík aukin verðsamkeppni myndi þó geta gert smærri fyrirtækjum erfiðara um vik á markaðinum en þar sem smærri fyrirtækin einbeittu sér fremur að óhefðbundnari fjárfestingarkimum markaðarins, þá ætti það hins vegar ekki við um öll smærri fyrirtækin.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira