Nýtt húsnæði Tölvuteks reyndist mikill dragbítur Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2019 09:14 Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla. Vísir/egill Flutningar og breytingar á rekstri eru ekki síst ástæður þess að eigendur Tölvuteks munu óska þess að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn eigendanna náðu þeir ekki samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um áframhaldandi lánsheimildir, en Tölvutek var rekið með tapi í fyrra. Árin þar áður var reksturinn „í járnum,“ eins og eigendurnir orða það í yfirlýsingu. Greint var frá því í gær að verslunin hygðist hætta starfsemi og að 40 starfsmenn Tölvuteks myndu missa vinnuna. Eigendur segja að laun hafi verið gerð upp við starfsmennina, sem mikill missir sé af. Margir hverjir hafi starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi, en Tölvutek var stofnað í desember 2006. Tölvutek var komið með um 50 starfsmenn og tvær verslanir árið 2013 þegar tekin var ákvörðun að flytja verslunina í Reykjavík í stærra húsnæði í Hallarmúla og sækja á fyrirtækjamarkað. „Flutningarnir og breytingar á rekstri reyndust mun dýrari en áætlað hafði verið. Reyndist hið nýja húsnæði mikill dragbítur á reksturinn, sem hefur fyrir vikið verið í járnum síðustu ár,“ segja eigendur í yfirlýsingunni. „Eftir taprekstur í fyrra var hlutafé aukið ásamt því að eigendur lögðu til rekstrarfé um síðustu áramót. Mikil vinna var lögð í að bjarga félaginu en eftir að lánsheimildir voru felldar niður varð útséð um frekari tilraunir til þess.“ Nær öllum búnaði sem var í viðgerð hjá Tölvuteki hefur verið komið í hendur eigenda þess. Reynt verði eftir fremsta megni að lágmarka tjón viðskiptavina af lokun fyrirtækisins, en ljóst að þeir sem eftir sitja verða að gera kröfu í bú þess hjá skiptastjóra. Viðskiptavinum Tölvuteks, sem margir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna, er bent á að senda senda fyrirspurnir á spjallrás Tölvuteks á Facebook en þar verður reynt eftir megni að veita upplýsingar og leiðbeiningar. Akureyri Gjaldþrot Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi. 24. júní 2019 12:52 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Flutningar og breytingar á rekstri eru ekki síst ástæður þess að eigendur Tölvuteks munu óska þess að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn eigendanna náðu þeir ekki samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um áframhaldandi lánsheimildir, en Tölvutek var rekið með tapi í fyrra. Árin þar áður var reksturinn „í járnum,“ eins og eigendurnir orða það í yfirlýsingu. Greint var frá því í gær að verslunin hygðist hætta starfsemi og að 40 starfsmenn Tölvuteks myndu missa vinnuna. Eigendur segja að laun hafi verið gerð upp við starfsmennina, sem mikill missir sé af. Margir hverjir hafi starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi, en Tölvutek var stofnað í desember 2006. Tölvutek var komið með um 50 starfsmenn og tvær verslanir árið 2013 þegar tekin var ákvörðun að flytja verslunina í Reykjavík í stærra húsnæði í Hallarmúla og sækja á fyrirtækjamarkað. „Flutningarnir og breytingar á rekstri reyndust mun dýrari en áætlað hafði verið. Reyndist hið nýja húsnæði mikill dragbítur á reksturinn, sem hefur fyrir vikið verið í járnum síðustu ár,“ segja eigendur í yfirlýsingunni. „Eftir taprekstur í fyrra var hlutafé aukið ásamt því að eigendur lögðu til rekstrarfé um síðustu áramót. Mikil vinna var lögð í að bjarga félaginu en eftir að lánsheimildir voru felldar niður varð útséð um frekari tilraunir til þess.“ Nær öllum búnaði sem var í viðgerð hjá Tölvuteki hefur verið komið í hendur eigenda þess. Reynt verði eftir fremsta megni að lágmarka tjón viðskiptavina af lokun fyrirtækisins, en ljóst að þeir sem eftir sitja verða að gera kröfu í bú þess hjá skiptastjóra. Viðskiptavinum Tölvuteks, sem margir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna, er bent á að senda senda fyrirspurnir á spjallrás Tölvuteks á Facebook en þar verður reynt eftir megni að veita upplýsingar og leiðbeiningar.
Akureyri Gjaldþrot Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi. 24. júní 2019 12:52 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08
Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi. 24. júní 2019 12:52