Uns sekt er sönnuð Þórlindur Kjartansson skrifar 28. júní 2019 08:00 Þegar keyptar voru rúllugardínur inn á heimili nokkurt fyrir nokkrum árum lagði sölufólkið mikla áherslu á að bandið sem dregur þær upp og niður væri gjarnt á að slitna. Þess vegna þyrfti alltaf að taka rétt í bandið þegar dregið væri til eða frá, grípa í það fyrir ofan samskeyti og toga varlega. Vitaskuld var algjörlega bannað að kippa í bandið, hanga í því eða þjösnast á því. Þetta var tekið mjög alvarlega enda hætt við að það yrði freistandi að hamast á spottanum á heimili þar sem var að finna tvö ung börn. Boðskapurinn um böndin var því prédikaður yfir öllu heimilisfólkinu og auðvitað sérstaklega yngra barninu.Freistandi bönd Börnin virtust bæði meðtaka þennan boðskap og kinkuðu ákaft kolli. Sú yngri endurómaði lærdóminn, benti á böndin og lýsti yfir að það væri sko alveg stranglega bannað að fikta í þeim og þau væru alls ekki til þess að leika sér með. Þegar önnur börn komu í heimsókn tók yngsta barnið óumbeðið upp þann sið að teyma þau að gluggunum og lesa yfir þeim pistilinn um að það mætti alls ekki leika sér í böndunum og bara fullorðnir mættu nota þau. Það var samt einhver undarleg þrá og tómleiki í augum barnsins þegar hún horfði á þennan spotta sem var svo forboðinn og freistandi. Stundum gerði hún tilraun til þess að strjúka bandinu varlega og klípa kannski ofurlaust í það til þess að sjá hvað gerðist og í ófá skipti þurfti að ræða þessi bönd við foreldrana; fara yfir mikilvægi þeirra og nauðsyn þess að tryggja að engir utanaðkomandi óvitar tækju upp á því að hanga í böndunum ef þeir kæmu í heimsókn. Og þau fengu að vera í friði í allmarga daga.Einhver annar Svo vildi þannig til einn morgun að þessi ábyrga stúlka var óvenjulega fáskiptin, jafnvel skömmustuleg. Hún var djúpt sokkin í eigin hugsanir en tók skyndilega gleði sína á ný. Yfir andlitið færðist gleðisvipur, eins og hjá manneskju sem skyndilega kemur til hugar lausn á flóknu viðfangsefni. Hún vindur sér til foreldra sinna, dregur þau að glugganum, bendir á sundurslitið bandið í gardínunum og lýsir því yfir með mikilli hneykslan að það sé búið að skemma það. Hún lætur eins og þessi skyndilega uppgötvun hafi komið henni í opna skjöldu, fussar og sveiar og tekur þátt í að handfjatla og skoða verksummerkin. Foreldrarnir höfðu grunsemdir en tóku þátt í leiknum. Þau spurðu hvort annað hvort þau hefðu verið að fikta í gardínunum. Nei. Hvorki móðir né faðir könnuðust við það. Því næstu spurðu þau stúlkuna hvort hún hefði nokkuð slysast til að slíta bandið. „Ég? Nei, alls ekki,“ svaraði hún, nánast hneyksluð yfir hugmyndinni. En hafði hún þá einhverja hugmynd um hvað hefði gerst? Hún hugsar sig um í stutta stund og svarar svo með botnlausu sjálfsöryggi: „Einhver annar er greinilega búinn að vera að fikta í gardínunum og slíta bandið.“ Foreldrarnir voru skeptískir og reyndu að teyma dótturina til þess að játa glæpinn og spurðu því hvort hún hefði einhverja kenningu um það hvenær „einhver annar“ hefði togað í gardínuspottann og slitið hann. Hún hugsar sig aftur um í nokkrar sekúndur og svarar svo af sama sjálfstraustinu: „Það hefur greinilega gerst í nótt … þegar ég var sofandi.“Áhugaverð undanbrögð Það getur verið kvíðvænlegt að vita að maður hafi gerst sekur um eitthvað sem ekki hefur enn komist upp. Litla stúlkan sá í hendi sér að það væri ómögulegt að eyða öllum deginum í að bíða eftir að foreldrarnir tækju eftir skaðanum sem orðinn var á gluggatjöldunum, með tilheyrandi yfirheyrslum. Það væri auðvitað miklu sniðugra að taka frumkvæðið í málinu, benda á orðinn hlut og spinna upp sína eigin sögu sem myndi varpa út í hafsauga öllum mögulegum grunsemdum um að hún hefði sjálf framið ódæðið. Hið augljósa hefði verið að reyna að klína grunsemdum á eldra systkinið. En slíkar tilraunir höfðu ekki gefist vel fram að þessu og því kom „einhver annar“ að góðum notum. Það mátti svo bæta því við að sá hinn sami hafði einmitt framið brot sitt á þeim tíma þegar stúlkan sjálf var steinsofandi um hánótt. Það er ekki nýr sannleikur að það sé sérlega alvarlegt að ljúga upp á annað fólk. Hann kemur fram í boðorðinu um að ekki megi bera ljúgvitni gegn náunganum og í fyrstu skráðu lögum sem þekkt eru í heiminum—lögbók Hammúrabís frá 18. öld f.Kr.—er allra fyrsta reglan sú að sá sem ranglega sakar annan mann um morð skuli sjálfur tekinn af lífi. Reglan úr lögbók Hammúrabís er líklega fyrsta dæmið um þá algengu lagareglu að refsa beri þeim sem ber ósannaðar sakir upp á saklausan mann með sömu refsingu og glæpurinn sjálfur myndi útheimta.Réttlætiskennd og réttarríki Þótt litla stúlkan með gardínusnærið hafi ekki haft þekkingu á lögbók Hammúrabís þá hafði hún greinilega öðlast ákveðinn skilning á því grundvallaratriði að ekki er forsvaranlegt að hafa í flimtingum ósannaðar ásakanir um afbrot, misgjörðir eða glæpi. Í siðuðum samfélögum sögunnar, þar sem réttarríkið er haft í hávegum, er alls staðar að finna lög, reglur, siði og venjur sem vernda fólk gegn því að vera ásakað um glæpi. Þetta er vitaskuld óþægilegt þegar fólk telur sig hafa réttlætið sín megin en skortir sönnunargögn. En stundum verða árekstrar milli réttlætiskenndar einstaklinga og reglna réttarríkisins; og þá hefur bitur og aldagömul reynsla mannkynsins kennt að réttlát og óþolinmóð reiði verði að láta í minni pokann fyrir hægagangi og formfestu réttarríkisins. Að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð er nefnilega með allra mikilvægustu mannréttindum sem fundið hefur verið upp á. Þess vegna þarf sómakært fólk að gæta tungu sinnar jafnvel þegar háttalag og hegðun annarra misbýður því gjörsamlega og réttilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar keyptar voru rúllugardínur inn á heimili nokkurt fyrir nokkrum árum lagði sölufólkið mikla áherslu á að bandið sem dregur þær upp og niður væri gjarnt á að slitna. Þess vegna þyrfti alltaf að taka rétt í bandið þegar dregið væri til eða frá, grípa í það fyrir ofan samskeyti og toga varlega. Vitaskuld var algjörlega bannað að kippa í bandið, hanga í því eða þjösnast á því. Þetta var tekið mjög alvarlega enda hætt við að það yrði freistandi að hamast á spottanum á heimili þar sem var að finna tvö ung börn. Boðskapurinn um böndin var því prédikaður yfir öllu heimilisfólkinu og auðvitað sérstaklega yngra barninu.Freistandi bönd Börnin virtust bæði meðtaka þennan boðskap og kinkuðu ákaft kolli. Sú yngri endurómaði lærdóminn, benti á böndin og lýsti yfir að það væri sko alveg stranglega bannað að fikta í þeim og þau væru alls ekki til þess að leika sér með. Þegar önnur börn komu í heimsókn tók yngsta barnið óumbeðið upp þann sið að teyma þau að gluggunum og lesa yfir þeim pistilinn um að það mætti alls ekki leika sér í böndunum og bara fullorðnir mættu nota þau. Það var samt einhver undarleg þrá og tómleiki í augum barnsins þegar hún horfði á þennan spotta sem var svo forboðinn og freistandi. Stundum gerði hún tilraun til þess að strjúka bandinu varlega og klípa kannski ofurlaust í það til þess að sjá hvað gerðist og í ófá skipti þurfti að ræða þessi bönd við foreldrana; fara yfir mikilvægi þeirra og nauðsyn þess að tryggja að engir utanaðkomandi óvitar tækju upp á því að hanga í böndunum ef þeir kæmu í heimsókn. Og þau fengu að vera í friði í allmarga daga.Einhver annar Svo vildi þannig til einn morgun að þessi ábyrga stúlka var óvenjulega fáskiptin, jafnvel skömmustuleg. Hún var djúpt sokkin í eigin hugsanir en tók skyndilega gleði sína á ný. Yfir andlitið færðist gleðisvipur, eins og hjá manneskju sem skyndilega kemur til hugar lausn á flóknu viðfangsefni. Hún vindur sér til foreldra sinna, dregur þau að glugganum, bendir á sundurslitið bandið í gardínunum og lýsir því yfir með mikilli hneykslan að það sé búið að skemma það. Hún lætur eins og þessi skyndilega uppgötvun hafi komið henni í opna skjöldu, fussar og sveiar og tekur þátt í að handfjatla og skoða verksummerkin. Foreldrarnir höfðu grunsemdir en tóku þátt í leiknum. Þau spurðu hvort annað hvort þau hefðu verið að fikta í gardínunum. Nei. Hvorki móðir né faðir könnuðust við það. Því næstu spurðu þau stúlkuna hvort hún hefði nokkuð slysast til að slíta bandið. „Ég? Nei, alls ekki,“ svaraði hún, nánast hneyksluð yfir hugmyndinni. En hafði hún þá einhverja hugmynd um hvað hefði gerst? Hún hugsar sig um í stutta stund og svarar svo með botnlausu sjálfsöryggi: „Einhver annar er greinilega búinn að vera að fikta í gardínunum og slíta bandið.“ Foreldrarnir voru skeptískir og reyndu að teyma dótturina til þess að játa glæpinn og spurðu því hvort hún hefði einhverja kenningu um það hvenær „einhver annar“ hefði togað í gardínuspottann og slitið hann. Hún hugsar sig aftur um í nokkrar sekúndur og svarar svo af sama sjálfstraustinu: „Það hefur greinilega gerst í nótt … þegar ég var sofandi.“Áhugaverð undanbrögð Það getur verið kvíðvænlegt að vita að maður hafi gerst sekur um eitthvað sem ekki hefur enn komist upp. Litla stúlkan sá í hendi sér að það væri ómögulegt að eyða öllum deginum í að bíða eftir að foreldrarnir tækju eftir skaðanum sem orðinn var á gluggatjöldunum, með tilheyrandi yfirheyrslum. Það væri auðvitað miklu sniðugra að taka frumkvæðið í málinu, benda á orðinn hlut og spinna upp sína eigin sögu sem myndi varpa út í hafsauga öllum mögulegum grunsemdum um að hún hefði sjálf framið ódæðið. Hið augljósa hefði verið að reyna að klína grunsemdum á eldra systkinið. En slíkar tilraunir höfðu ekki gefist vel fram að þessu og því kom „einhver annar“ að góðum notum. Það mátti svo bæta því við að sá hinn sami hafði einmitt framið brot sitt á þeim tíma þegar stúlkan sjálf var steinsofandi um hánótt. Það er ekki nýr sannleikur að það sé sérlega alvarlegt að ljúga upp á annað fólk. Hann kemur fram í boðorðinu um að ekki megi bera ljúgvitni gegn náunganum og í fyrstu skráðu lögum sem þekkt eru í heiminum—lögbók Hammúrabís frá 18. öld f.Kr.—er allra fyrsta reglan sú að sá sem ranglega sakar annan mann um morð skuli sjálfur tekinn af lífi. Reglan úr lögbók Hammúrabís er líklega fyrsta dæmið um þá algengu lagareglu að refsa beri þeim sem ber ósannaðar sakir upp á saklausan mann með sömu refsingu og glæpurinn sjálfur myndi útheimta.Réttlætiskennd og réttarríki Þótt litla stúlkan með gardínusnærið hafi ekki haft þekkingu á lögbók Hammúrabís þá hafði hún greinilega öðlast ákveðinn skilning á því grundvallaratriði að ekki er forsvaranlegt að hafa í flimtingum ósannaðar ásakanir um afbrot, misgjörðir eða glæpi. Í siðuðum samfélögum sögunnar, þar sem réttarríkið er haft í hávegum, er alls staðar að finna lög, reglur, siði og venjur sem vernda fólk gegn því að vera ásakað um glæpi. Þetta er vitaskuld óþægilegt þegar fólk telur sig hafa réttlætið sín megin en skortir sönnunargögn. En stundum verða árekstrar milli réttlætiskenndar einstaklinga og reglna réttarríkisins; og þá hefur bitur og aldagömul reynsla mannkynsins kennt að réttlát og óþolinmóð reiði verði að láta í minni pokann fyrir hægagangi og formfestu réttarríkisins. Að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð er nefnilega með allra mikilvægustu mannréttindum sem fundið hefur verið upp á. Þess vegna þarf sómakært fólk að gæta tungu sinnar jafnvel þegar háttalag og hegðun annarra misbýður því gjörsamlega og réttilega.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar