Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:45 Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nordicphotos/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. Sjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína og gerir nú ráð fyrir heimshagvexti upp á 3,5 prósent í ár en fyrri spá í október síðastliðnum gerði ráð fyrir 3,7 prósenta hagvexti. Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er jafnframt varað við hættunni af því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið án nokkurs útgöngusamnings. „Vaxandi líkur“ séu á því að það verði niðurstaðan. Sjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 1,5 prósent í Bretlandi á þessu og næsta ári en tekur hins vegar fram að mikil óvissa ríki um spána. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, með tilheyrandi refsitollum á báða bóga, er ein ástæða þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði hagvaxtarspá sína. Þá býst sjóðurinn auk þess við því að áfram muni hægja á vexti kínverska hagkerfisins og að hann muni nánar tiltekið nema 6,2 prósentum í ár og á næsta ári. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kraftarnir sem hafi stuðlað að kröftugum heimshagvexti frá miðju ári 2017 hafi veikst hraðar undanfarið en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Þó svo að þetta þýði ekki að við séum að horfa fram á mikla niðursveiflu, þá er mikilvægt að vera vakandi fyrir hættumerkjum,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. Sjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína og gerir nú ráð fyrir heimshagvexti upp á 3,5 prósent í ár en fyrri spá í október síðastliðnum gerði ráð fyrir 3,7 prósenta hagvexti. Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er jafnframt varað við hættunni af því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið án nokkurs útgöngusamnings. „Vaxandi líkur“ séu á því að það verði niðurstaðan. Sjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 1,5 prósent í Bretlandi á þessu og næsta ári en tekur hins vegar fram að mikil óvissa ríki um spána. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, með tilheyrandi refsitollum á báða bóga, er ein ástæða þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði hagvaxtarspá sína. Þá býst sjóðurinn auk þess við því að áfram muni hægja á vexti kínverska hagkerfisins og að hann muni nánar tiltekið nema 6,2 prósentum í ár og á næsta ári. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kraftarnir sem hafi stuðlað að kröftugum heimshagvexti frá miðju ári 2017 hafi veikst hraðar undanfarið en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Þó svo að þetta þýði ekki að við séum að horfa fram á mikla niðursveiflu, þá er mikilvægt að vera vakandi fyrir hættumerkjum,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent