Leti í starfi Stefán Pétursson skrifar 23. janúar 2019 12:28 Þeir fóru mikinn sérfræðingarnir, Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson, á Stöð 2 sport nú nýlega, þegar þeir opinberuðu vanþekkingu sína á hinum ýmsu málum ótengdu því sporti sem þeir gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar í.Vitundarvakning Ég ætla hér aðeins að tæpa á því sem snýr beint að mér og þeirri starfsstétt sem ég tilheyri. Ég er sjúkraflutningamaður og hef starfað í bráðaþjónustu utan spítala í tæp 18 ár, á þessum tæpu 18 árum hefur átt sér stað mikil vitundarvakning hvað varðar áfallastreitu, stress, álag í starfi og kulnun, nei afsakið, leti. Það þykir ekki tiltökumál í dag að viðbragðsaðilar leiti sér aðstoðar sálfræðinga eftir erfið útköll eða áföll, enda mikil vinna verið lögð í að gera þá aðstoð sjálfsagða og eðlilegt framhald af úrvinnslu erfiðra mála. Hér áður fyrr þótti það til merkis um aumingjaskap, jafnvel leti, að viðurkenna að þurfa hjálp við úrvinnslu slíkra mála. Á þessum tæpu 18 árum mínum í starfi sjúkraflutningamanns í bráðaþjónustu utan spítala hef ég orðið vitni að því þegar menn „krassa" í starfi og það er ömurlegt að verða vitni að slíku, hvað þá að verða fyrir því. Yfirleitt er það þannig að viðkomandi, sem fer að finna fyrir kulnun, nei ég meina auðvitað leti, reynir að fela það eins lengi og unnt er. Viðkomandi fer að taka út fleiri og fleiri veikindadaga, verður skapstyggur, fer jafnvel að drekka ótæpilega af áfengi, sefur illa og skapgerðarbrestir fara að koma í ljós.Pissukeppni Ef ekki er gripið inn í þetta ferli snemma fer illa, ég hef séð það gerast og það er ekkert gamanmál. En aftur að ykkur sérfræðingunum. Það verður sennilega að skrifa þennan kjánaskap í ykkur á þekkingarleysi og athyglissýki og að öllum líkindum keppnisskap, því engu var líkara en þið væruð í pissukeppni um hvor ykkar gæti pissað lengur og meira. Þetta var svona , pabbi minn er sterkari en pabbi þinn, móment. Eitt skuluð þið þó vita, kulnun er dauðans alvara, en ekki leti. Þið ættuð að vera menn að meiru og biðjast afsökunar á óvönduðu orðfæri, vanþekkingu á málefninu og læra af mistökunum og skammast ykkar, réttast væri að leysa niður um ykkur og flengja duglega, ég er bara svo latur að ég nenni því ekki.Höfundur er sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þeir fóru mikinn sérfræðingarnir, Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson, á Stöð 2 sport nú nýlega, þegar þeir opinberuðu vanþekkingu sína á hinum ýmsu málum ótengdu því sporti sem þeir gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar í.Vitundarvakning Ég ætla hér aðeins að tæpa á því sem snýr beint að mér og þeirri starfsstétt sem ég tilheyri. Ég er sjúkraflutningamaður og hef starfað í bráðaþjónustu utan spítala í tæp 18 ár, á þessum tæpu 18 árum hefur átt sér stað mikil vitundarvakning hvað varðar áfallastreitu, stress, álag í starfi og kulnun, nei afsakið, leti. Það þykir ekki tiltökumál í dag að viðbragðsaðilar leiti sér aðstoðar sálfræðinga eftir erfið útköll eða áföll, enda mikil vinna verið lögð í að gera þá aðstoð sjálfsagða og eðlilegt framhald af úrvinnslu erfiðra mála. Hér áður fyrr þótti það til merkis um aumingjaskap, jafnvel leti, að viðurkenna að þurfa hjálp við úrvinnslu slíkra mála. Á þessum tæpu 18 árum mínum í starfi sjúkraflutningamanns í bráðaþjónustu utan spítala hef ég orðið vitni að því þegar menn „krassa" í starfi og það er ömurlegt að verða vitni að slíku, hvað þá að verða fyrir því. Yfirleitt er það þannig að viðkomandi, sem fer að finna fyrir kulnun, nei ég meina auðvitað leti, reynir að fela það eins lengi og unnt er. Viðkomandi fer að taka út fleiri og fleiri veikindadaga, verður skapstyggur, fer jafnvel að drekka ótæpilega af áfengi, sefur illa og skapgerðarbrestir fara að koma í ljós.Pissukeppni Ef ekki er gripið inn í þetta ferli snemma fer illa, ég hef séð það gerast og það er ekkert gamanmál. En aftur að ykkur sérfræðingunum. Það verður sennilega að skrifa þennan kjánaskap í ykkur á þekkingarleysi og athyglissýki og að öllum líkindum keppnisskap, því engu var líkara en þið væruð í pissukeppni um hvor ykkar gæti pissað lengur og meira. Þetta var svona , pabbi minn er sterkari en pabbi þinn, móment. Eitt skuluð þið þó vita, kulnun er dauðans alvara, en ekki leti. Þið ættuð að vera menn að meiru og biðjast afsökunar á óvönduðu orðfæri, vanþekkingu á málefninu og læra af mistökunum og skammast ykkar, réttast væri að leysa niður um ykkur og flengja duglega, ég er bara svo latur að ég nenni því ekki.Höfundur er sjúkraflutningamaður.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar