Að nýja flugfélaginu standa einstaklingar sem áður störfuðu hjá WOW air, sem fór í þrot í lok mars síðastliðins. Flugfélagið hefur til þessa gengið undir nafninu WAB, sem stendur fyrir We Are Back eða Við höfum snúið aftur, og vísar þar til hins fallna flugfélags. Á fundinum var tilkynnt um að nýtt nafn flugfélagsins verði Play.
Að öðru leyti er fátt vitað um hið nýja flugfélag; eins og hvernig staðið hefur verið að fjármögnun, hver flugvélakosturinn er, hvenær það útvegaði sér flugrekstarleyfi, hvar flugfélagið ætlar að staðsetja sig á markaðnum, hvert verður flogið og hvenær farið verður í jómfrúarflugið. Var flestum þessum spurningum svarað í kynningunni og má lesa allt um það í beinni textalýsingu blaðamanns hér fyrir neðan.
Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, ræddi málin í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.