WAB air verður Play Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 10:00 Rauður tekur við af fjólubláa lit WOW hjá nýja flugfélaginu Play. Vísir/Vilhelm Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. Fundurinn hófst klukkan 10:30 og Vísir sýndi beint frá honum. Upptöku má sjá hér að neðan. Að nýja flugfélaginu standa einstaklingar sem áður störfuðu hjá WOW air, sem fór í þrot í lok mars síðastliðins. Flugfélagið hefur til þessa gengið undir nafninu WAB, sem stendur fyrir We Are Back eða Við höfum snúið aftur, og vísar þar til hins fallna flugfélags. Á fundinum var tilkynnt um að nýtt nafn flugfélagsins verði Play.Sjá einnig: Aðstandendur WAB air ekki af baki dottnirAð öðru leyti er fátt vitað um hið nýja flugfélag; eins og hvernig staðið hefur verið að fjármögnun, hver flugvélakosturinn er, hvenær það útvegaði sér flugrekstarleyfi, hvar flugfélagið ætlar að staðsetja sig á markaðnum, hvert verður flogið og hvenær farið verður í jómfrúarflugið. Var flestum þessum spurningum svarað í kynningunni og má lesa allt um það í beinni textalýsingu blaðamanns hér fyrir neðan.Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, ræddi málin í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.
Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. Fundurinn hófst klukkan 10:30 og Vísir sýndi beint frá honum. Upptöku má sjá hér að neðan. Að nýja flugfélaginu standa einstaklingar sem áður störfuðu hjá WOW air, sem fór í þrot í lok mars síðastliðins. Flugfélagið hefur til þessa gengið undir nafninu WAB, sem stendur fyrir We Are Back eða Við höfum snúið aftur, og vísar þar til hins fallna flugfélags. Á fundinum var tilkynnt um að nýtt nafn flugfélagsins verði Play.Sjá einnig: Aðstandendur WAB air ekki af baki dottnirAð öðru leyti er fátt vitað um hið nýja flugfélag; eins og hvernig staðið hefur verið að fjármögnun, hver flugvélakosturinn er, hvenær það útvegaði sér flugrekstarleyfi, hvar flugfélagið ætlar að staðsetja sig á markaðnum, hvert verður flogið og hvenær farið verður í jómfrúarflugið. Var flestum þessum spurningum svarað í kynningunni og má lesa allt um það í beinni textalýsingu blaðamanns hér fyrir neðan.Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, ræddi málin í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Boðað til blaðamannafundar hjá WAB Boðað hefur verið til blaðamannafundar í fyrramálið af forsvarsmönnum flugfélagsins sem kallast WAB, eða We Are Back, og byggir á grunni WOW air. 4. nóvember 2019 22:18 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Boðað til blaðamannafundar hjá WAB Boðað hefur verið til blaðamannafundar í fyrramálið af forsvarsmönnum flugfélagsins sem kallast WAB, eða We Are Back, og byggir á grunni WOW air. 4. nóvember 2019 22:18