Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 08:00 Icelandair greip til aðgerða þegar WOW Air féll. Vísir/Vilhelm Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni,sem kynnt verður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu í dag á milli 8.30 og 10.45.Í greiningunni kemur meðal annars fram að viðbrögð Icelandair við falli WOW air hafi dregið töluvert úr áhrifum af falli hins síðarnefnda flugfélags. Áhersla flugfélagsins á að fjölga hlutfalli erlendra ferðamanna í vélum sínum á kostnað tengifarþega er að mati hagfræðinga Landsbankans megin ástæðan fyrir því að ferðamönnum hafi fækkað mun minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti þegar félagið varð gjaldþrota.Líkt og sjá má hefur er hlutfall tengifarþega í Leifsstöð mun minna en á síðasta ári.Mynd/LandsbankinnÁ fyrstu sjö mánuðum ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 13,4 próent miðað við sama tímabil í fyrra að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Ef ekki hefði komið til nein aukning í komu erlendra ferðamanna hjá Icelandair hefði ferðamönnum fækkað um 31,4 prósent á sama tímabili, að því er fram kemur í greiningunni.Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra ferðamanna á árinu 2019 hingað til lands er nefnt í greiningunni að óhætt sé að segja að ferðaþjónustan hafi unnið varnarsigur á árinu. Þannig sé forystufólk innan ferðaþjónustunnar hóflega bjartsýnt á þróunina á næstu árum samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Landsbankann.Þá er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um þrjú prósent á næsta ári og um fimm prósent árið 2021. Á því ári muni um 2,2 milljónir erlendra ferðamanna koma hingað til lands, litlu færri en metárið 2017.„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ er haft eftir dr. Daníel Svavarssyni, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans, í fréttatilkynningu um greininguna sem nálgast má hér. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni,sem kynnt verður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu í dag á milli 8.30 og 10.45.Í greiningunni kemur meðal annars fram að viðbrögð Icelandair við falli WOW air hafi dregið töluvert úr áhrifum af falli hins síðarnefnda flugfélags. Áhersla flugfélagsins á að fjölga hlutfalli erlendra ferðamanna í vélum sínum á kostnað tengifarþega er að mati hagfræðinga Landsbankans megin ástæðan fyrir því að ferðamönnum hafi fækkað mun minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti þegar félagið varð gjaldþrota.Líkt og sjá má hefur er hlutfall tengifarþega í Leifsstöð mun minna en á síðasta ári.Mynd/LandsbankinnÁ fyrstu sjö mánuðum ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 13,4 próent miðað við sama tímabil í fyrra að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Ef ekki hefði komið til nein aukning í komu erlendra ferðamanna hjá Icelandair hefði ferðamönnum fækkað um 31,4 prósent á sama tímabili, að því er fram kemur í greiningunni.Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra ferðamanna á árinu 2019 hingað til lands er nefnt í greiningunni að óhætt sé að segja að ferðaþjónustan hafi unnið varnarsigur á árinu. Þannig sé forystufólk innan ferðaþjónustunnar hóflega bjartsýnt á þróunina á næstu árum samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Landsbankann.Þá er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um þrjú prósent á næsta ári og um fimm prósent árið 2021. Á því ári muni um 2,2 milljónir erlendra ferðamanna koma hingað til lands, litlu færri en metárið 2017.„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ er haft eftir dr. Daníel Svavarssyni, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans, í fréttatilkynningu um greininguna sem nálgast má hér.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira