Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 08:00 Icelandair greip til aðgerða þegar WOW Air féll. Vísir/Vilhelm Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni,sem kynnt verður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu í dag á milli 8.30 og 10.45.Í greiningunni kemur meðal annars fram að viðbrögð Icelandair við falli WOW air hafi dregið töluvert úr áhrifum af falli hins síðarnefnda flugfélags. Áhersla flugfélagsins á að fjölga hlutfalli erlendra ferðamanna í vélum sínum á kostnað tengifarþega er að mati hagfræðinga Landsbankans megin ástæðan fyrir því að ferðamönnum hafi fækkað mun minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti þegar félagið varð gjaldþrota.Líkt og sjá má hefur er hlutfall tengifarþega í Leifsstöð mun minna en á síðasta ári.Mynd/LandsbankinnÁ fyrstu sjö mánuðum ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 13,4 próent miðað við sama tímabil í fyrra að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Ef ekki hefði komið til nein aukning í komu erlendra ferðamanna hjá Icelandair hefði ferðamönnum fækkað um 31,4 prósent á sama tímabili, að því er fram kemur í greiningunni.Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra ferðamanna á árinu 2019 hingað til lands er nefnt í greiningunni að óhætt sé að segja að ferðaþjónustan hafi unnið varnarsigur á árinu. Þannig sé forystufólk innan ferðaþjónustunnar hóflega bjartsýnt á þróunina á næstu árum samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Landsbankann.Þá er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um þrjú prósent á næsta ári og um fimm prósent árið 2021. Á því ári muni um 2,2 milljónir erlendra ferðamanna koma hingað til lands, litlu færri en metárið 2017.„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ er haft eftir dr. Daníel Svavarssyni, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans, í fréttatilkynningu um greininguna sem nálgast má hér. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni,sem kynnt verður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu í dag á milli 8.30 og 10.45.Í greiningunni kemur meðal annars fram að viðbrögð Icelandair við falli WOW air hafi dregið töluvert úr áhrifum af falli hins síðarnefnda flugfélags. Áhersla flugfélagsins á að fjölga hlutfalli erlendra ferðamanna í vélum sínum á kostnað tengifarþega er að mati hagfræðinga Landsbankans megin ástæðan fyrir því að ferðamönnum hafi fækkað mun minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti þegar félagið varð gjaldþrota.Líkt og sjá má hefur er hlutfall tengifarþega í Leifsstöð mun minna en á síðasta ári.Mynd/LandsbankinnÁ fyrstu sjö mánuðum ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 13,4 próent miðað við sama tímabil í fyrra að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Ef ekki hefði komið til nein aukning í komu erlendra ferðamanna hjá Icelandair hefði ferðamönnum fækkað um 31,4 prósent á sama tímabili, að því er fram kemur í greiningunni.Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra ferðamanna á árinu 2019 hingað til lands er nefnt í greiningunni að óhætt sé að segja að ferðaþjónustan hafi unnið varnarsigur á árinu. Þannig sé forystufólk innan ferðaþjónustunnar hóflega bjartsýnt á þróunina á næstu árum samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Landsbankann.Þá er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um þrjú prósent á næsta ári og um fimm prósent árið 2021. Á því ári muni um 2,2 milljónir erlendra ferðamanna koma hingað til lands, litlu færri en metárið 2017.„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ er haft eftir dr. Daníel Svavarssyni, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans, í fréttatilkynningu um greininguna sem nálgast má hér.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun