Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 09:18 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. arion Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00
Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00