Netflix hækkar áskriftarverð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Verðhækkunin á að standa undir auknum umsvifum Netflix. Fréttablaðið/EPA Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. Áskrifendur hafa um þrjá verðflokka að velja, Basic, Standard og Premium, og tekur hækkunin til verðflokkanna Standard og Premium, en ekki Basic. Í þeim flokki verður verðið áfram óbreytt, 7,99 evrur á mánuði, eða sem nemur um það bil 1.134 krónum miðað við gengi dagsins. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að verðflokknum Standard er nú 10,99 evrur og fer í 11,99 evrur sem er 9 prósenta hækkun og verður við gildistöku hækkunarinnar um 1.700 krónur á mánuði. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að Premium, sem sýnir efni í háskerpu og leyfir tengingu við allt að fjóra viðtakendur hækkar um 14 prósent upp í 15,99 evrur, sem jafngildir 2.269 krónum. Hækkunina má rekja til aukinna umsvifa bandarísku efnisveitunnar en á undanförnum árum hefur Netflix ráðist í mjög kostnaðarsama framleiðslu á kvikmyndum og þáttaröðum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim og verður haldið áfram á sömu braut. Auk kostnaðarsamrar framleiðslu hefur Netflix varið umtalsverðum fjárhæðum til tæknimála. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. Áskrifendur hafa um þrjá verðflokka að velja, Basic, Standard og Premium, og tekur hækkunin til verðflokkanna Standard og Premium, en ekki Basic. Í þeim flokki verður verðið áfram óbreytt, 7,99 evrur á mánuði, eða sem nemur um það bil 1.134 krónum miðað við gengi dagsins. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að verðflokknum Standard er nú 10,99 evrur og fer í 11,99 evrur sem er 9 prósenta hækkun og verður við gildistöku hækkunarinnar um 1.700 krónur á mánuði. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að Premium, sem sýnir efni í háskerpu og leyfir tengingu við allt að fjóra viðtakendur hækkar um 14 prósent upp í 15,99 evrur, sem jafngildir 2.269 krónum. Hækkunina má rekja til aukinna umsvifa bandarísku efnisveitunnar en á undanförnum árum hefur Netflix ráðist í mjög kostnaðarsama framleiðslu á kvikmyndum og þáttaröðum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim og verður haldið áfram á sömu braut. Auk kostnaðarsamrar framleiðslu hefur Netflix varið umtalsverðum fjárhæðum til tæknimála.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira