Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2019 16:54 Indigo Partners pöntuðu 50 þotur af gerðinni A321XLR, þar á meðal fyrir Wizzair, sem flýgur til Íslands. Teikning/Airbus. Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. Airbus segir ellefu flugfélög hafa pantað alls 226 vélar. Þar af séu 99 vélar þar sem flugfélög uppfæra eldri pöntun á A321 yfir í XLR. Sjá nánar hér: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Meðal þeirra félaga, sem búin eru að tryggja sér pláss í framleiðsluröðinni, eru American Airlines með 50 þotur, Indigo Partners með 50 þotur, þar á meðal fyrir Wizzair, og Qantas með 36 þotur. Forstjóri American, Robert Isom, segir að Airbus-vélarnar muni leysa af hólmi 34 Boeing 757-200 þotur félagsins. Jafnframt opni þær tækifæri á nýjum flugleiðum, sem menn hafi til þessa ekki látið sig dreyma um.American Airlines pantaði 50 þotur frá Airbus af nýju gerðinni. Þetta stærsta flugfélag heims hóf Íslandsflug í fyrrasumar.Teikning/Airbus.Airbus segist hafa fundið fyrir sterkri eftirspurn á kaupstefnunni í París og hafi gert nýja samninga um alls 363 þotur. Þannig hafi A220-þotan einnig slegið í gegn og 85 slíkar verið pantaðar. Hún hét áður Bombardier CS og kemur í tveimur lengdum sem taka á bilinu 100-150 farþega. Slík vél af lengri gerðinni CS300 lenti á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Sjá nánar hér: Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Þá segist Airbus hafa fengið pantanir í 24 breiðþotur af gerðinni A330. Stöð 2 fjallaði um nýju Airbus A321XLR-þotuna í fréttum í fyrrakvöld: Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. Airbus segir ellefu flugfélög hafa pantað alls 226 vélar. Þar af séu 99 vélar þar sem flugfélög uppfæra eldri pöntun á A321 yfir í XLR. Sjá nánar hér: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Meðal þeirra félaga, sem búin eru að tryggja sér pláss í framleiðsluröðinni, eru American Airlines með 50 þotur, Indigo Partners með 50 þotur, þar á meðal fyrir Wizzair, og Qantas með 36 þotur. Forstjóri American, Robert Isom, segir að Airbus-vélarnar muni leysa af hólmi 34 Boeing 757-200 þotur félagsins. Jafnframt opni þær tækifæri á nýjum flugleiðum, sem menn hafi til þessa ekki látið sig dreyma um.American Airlines pantaði 50 þotur frá Airbus af nýju gerðinni. Þetta stærsta flugfélag heims hóf Íslandsflug í fyrrasumar.Teikning/Airbus.Airbus segist hafa fundið fyrir sterkri eftirspurn á kaupstefnunni í París og hafi gert nýja samninga um alls 363 þotur. Þannig hafi A220-þotan einnig slegið í gegn og 85 slíkar verið pantaðar. Hún hét áður Bombardier CS og kemur í tveimur lengdum sem taka á bilinu 100-150 farþega. Slík vél af lengri gerðinni CS300 lenti á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Sjá nánar hér: Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Þá segist Airbus hafa fengið pantanir í 24 breiðþotur af gerðinni A330. Stöð 2 fjallaði um nýju Airbus A321XLR-þotuna í fréttum í fyrrakvöld:
Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14