Norwegian Air leggur niður flugleiðir yfir Atlantshafið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Ein af vélum Norwegian á leið til lendingar. Getty/Simon Dawson Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Áætlunarflugið verður lagt niður í september en hins vegar verða engar breytingar á þeim 46 flugleiðum sem Dreamliner-vélar félagsins hafa flogið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Norwegian birti í gær. „Frá því í mars höfum við leitast við að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega með því að leigja vélar til að fljúga milli Írlands og Norður-Ameríku. Hins vegar, vegna óvissunnar um hvenær MAX-vélarnar geta flogið á ný, er þessi lausn ósjálfbær,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem flugfélagið er að færa sig úr vexti yfir í arðbærni höfum við gert ýtarlegt mat á flugleiðunum yfir Atlantshafið og komist að þeirri niðurstöðu að þær standi ekki undir sér.“ Þegar MAX-vélarnar voru kyrrsettar voru 18 farþegaþotur af slíkri gerð í flota Norwegian og hlutfallið af heildarflotanum um 10 prósent. Icelandair bætti fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Íslenska flugfélagið var með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár afhentar til viðbótar í sumar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. 13. júní 2019 13:26 Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16 Málmbrotum rigndi yfir Róm Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. 12. ágúst 2019 14:21 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Áætlunarflugið verður lagt niður í september en hins vegar verða engar breytingar á þeim 46 flugleiðum sem Dreamliner-vélar félagsins hafa flogið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Norwegian birti í gær. „Frá því í mars höfum við leitast við að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega með því að leigja vélar til að fljúga milli Írlands og Norður-Ameríku. Hins vegar, vegna óvissunnar um hvenær MAX-vélarnar geta flogið á ný, er þessi lausn ósjálfbær,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem flugfélagið er að færa sig úr vexti yfir í arðbærni höfum við gert ýtarlegt mat á flugleiðunum yfir Atlantshafið og komist að þeirri niðurstöðu að þær standi ekki undir sér.“ Þegar MAX-vélarnar voru kyrrsettar voru 18 farþegaþotur af slíkri gerð í flota Norwegian og hlutfallið af heildarflotanum um 10 prósent. Icelandair bætti fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Íslenska flugfélagið var með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár afhentar til viðbótar í sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. 13. júní 2019 13:26 Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16 Málmbrotum rigndi yfir Róm Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. 12. ágúst 2019 14:21 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. 13. júní 2019 13:26
Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16
Málmbrotum rigndi yfir Róm Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. 12. ágúst 2019 14:21
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent