Fengu uppsagnarbréf með páskaegginu frá Bernhard Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 15:25 Höfuðstöðvar Bernhard í Vatnagörðum í Reykjavík. Já.is Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Tilkynnt var um kaupin í dag. Um þrjátíu starfsmenn eru skráðir á heimasíðu Bernhard en eftir því sem Vísir kemst næst er fjöldi starfsmanna á fimmta tug. Voru það helst bifvélavirkjar á verkstæðinu og sölustjórar hverrar deildar sem héldu vinnunni. Starfsfólk á skrifstofu, langflestir sölumenn og markaðsfólk missti vinnuna. Rekstur Bernhard hefur gengið brösulega undanfarin misseri og var útibúi í Reykjanesbæ lokað upp úr áramótum. Fyrirtækið seldi bílaleiguna Ice Rental Cars um miðjan mánuðinn og töldu flestir starfsmenn að boðaður starfsmannafundur á miðvikudaginn tengdist þeirri sölu. Það kom flestum í opna skjöldu þegar framkvæmdastjórinn Gylfi Gunnarsson greindi frá uppsögnunum sama dag og starfsmenn fengu páskaegg að gjöf. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmningin afar þung þar sem fólki fannst tímasetningin ekki upp á marga fiska. Á leiðinni inn í páskafrí með fjölskyldum sínum. Flestir starfsmenn Bernhard starfa í Vatnagörðum í Sundahöfn í Reykjavík þar sem nýju bílarnir eru auk verkstæðisins. Þá er starfsstöð á Eirhöfða með notuðum bílum. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar náðist í hann í dag. Hann vísaði á fyrrnefndan Gylfa sem ekki hefur svarað símtölum fréttastofu. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu. Kaupin væru í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum. Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 eftir 25 milljóna króna hagnað árið á undan. Skuldir fyrirtækisins í árslok 2017 námu 2,1 milljarði króna. Bílar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Tilkynnt var um kaupin í dag. Um þrjátíu starfsmenn eru skráðir á heimasíðu Bernhard en eftir því sem Vísir kemst næst er fjöldi starfsmanna á fimmta tug. Voru það helst bifvélavirkjar á verkstæðinu og sölustjórar hverrar deildar sem héldu vinnunni. Starfsfólk á skrifstofu, langflestir sölumenn og markaðsfólk missti vinnuna. Rekstur Bernhard hefur gengið brösulega undanfarin misseri og var útibúi í Reykjanesbæ lokað upp úr áramótum. Fyrirtækið seldi bílaleiguna Ice Rental Cars um miðjan mánuðinn og töldu flestir starfsmenn að boðaður starfsmannafundur á miðvikudaginn tengdist þeirri sölu. Það kom flestum í opna skjöldu þegar framkvæmdastjórinn Gylfi Gunnarsson greindi frá uppsögnunum sama dag og starfsmenn fengu páskaegg að gjöf. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmningin afar þung þar sem fólki fannst tímasetningin ekki upp á marga fiska. Á leiðinni inn í páskafrí með fjölskyldum sínum. Flestir starfsmenn Bernhard starfa í Vatnagörðum í Sundahöfn í Reykjavík þar sem nýju bílarnir eru auk verkstæðisins. Þá er starfsstöð á Eirhöfða með notuðum bílum. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar náðist í hann í dag. Hann vísaði á fyrrnefndan Gylfa sem ekki hefur svarað símtölum fréttastofu. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu. Kaupin væru í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum. Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 eftir 25 milljóna króna hagnað árið á undan. Skuldir fyrirtækisins í árslok 2017 námu 2,1 milljarði króna.
Bílar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira