Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2019 14:38 Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju. Fréttablaðið/Ernir Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum. Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum.
Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30