Darri Freyr: Þetta bara datt okkar megin í dag Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 16. október 2019 22:48 Darri var sáttur með sigurinn. vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var brosandi í lok risaleiks milli KR og Vals í Vesturbænum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var jafn fram á lokasekúndurnar en Valur tók sigurinn að lokum, 74-76. Á lokamínútunni gátu úrslitin fallið á báða bóga en Darri hafði ekki allt of miklar áhyggjur. „Mér leið vel, treysti stelpunum til að klára svona aðstæður. Töluðum um það fyrir leikinn að hvernig sem að þetta færi af stað þá vildum við vera liðið sem væri að vinna á lokakaflanum,“ sagði Darri og Valur náði vissulega að klára leikinn á lokametrunum. „Þetta var leikur sem hefði getað farið á báða vegu. Við vorum taktískt mjög lélegar en náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með frekju og látum. Þetta bara datt okkar megin í dag,“ sagði hann. Hildur Björg Kjartansdóttir tók yfir í lokafjórðungnum og spilaði næstum því óaðfinnanlega á báðum endum vallarins. Hún stöðvaði Helenu á mikilvægum stundum á lokamínútunum en Darri var ekki að stressa sig á því. „Það getur engin slökkt á Helenu, en Hildur spilaði frábæra vörn, eins og við var að búast af atvinnumanni eins og Hildur er. Við vitum að hún er einn af okkar allra bestu leikmönnum, þannig að þetta kemur ekkert á óvart,“ sagði Darri og sparaði ekki hrósið í garð Hildar. Darri var strax byrjaður að velta fyrir sér hvernig liðið hans gæti takmarkað sterkt sóknarlið KR-inga og ætlaði sér að vinna næsta leik með öruggari hætti. „Við reynum kerfisbundið að draga úr því sem KR er að gera og finna betri lausnir sóknarlega okkar megin,“ sagði hann og vísaði þar í að Valur skoraði 103 stig að meðaltali í sínum fyrstu tveim leikjum en gat aðeins skorað 76 í þessum stórleik. Bæði lið voru að berjast í leiknum og það sést kannski best á því að margir leikmenn þurfti á einhverjum tímapunkti að yfirgefa leikinn í mislangan tíma vegna meiðsla. „Nærri því engin er heil eftir svona leik. Þetta var eiginlega algjört rugl á köflum,“ sagði Darri en dómarar leiksins áttu í fullu fangi með að dæma þennan leik. „Það voru bara allar að leggja sig fram og vilja ógeðslega mikið vinna,“ sagði Darri um keppnisskap liðanna í leiknum og bætti við að það væri geggjað að fá svona spennuleik í byrjun tímabilsins. „Ég ætla að ábyrgjast að við höfum ekki fengið svona leik áður í 3. umferð deildarinnar!“ sagði Darri og var strax farinn að pæla í næsta leik gegn þessu þrælsterka liði KR. Dominos-deild kvenna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var brosandi í lok risaleiks milli KR og Vals í Vesturbænum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var jafn fram á lokasekúndurnar en Valur tók sigurinn að lokum, 74-76. Á lokamínútunni gátu úrslitin fallið á báða bóga en Darri hafði ekki allt of miklar áhyggjur. „Mér leið vel, treysti stelpunum til að klára svona aðstæður. Töluðum um það fyrir leikinn að hvernig sem að þetta færi af stað þá vildum við vera liðið sem væri að vinna á lokakaflanum,“ sagði Darri og Valur náði vissulega að klára leikinn á lokametrunum. „Þetta var leikur sem hefði getað farið á báða vegu. Við vorum taktískt mjög lélegar en náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með frekju og látum. Þetta bara datt okkar megin í dag,“ sagði hann. Hildur Björg Kjartansdóttir tók yfir í lokafjórðungnum og spilaði næstum því óaðfinnanlega á báðum endum vallarins. Hún stöðvaði Helenu á mikilvægum stundum á lokamínútunum en Darri var ekki að stressa sig á því. „Það getur engin slökkt á Helenu, en Hildur spilaði frábæra vörn, eins og við var að búast af atvinnumanni eins og Hildur er. Við vitum að hún er einn af okkar allra bestu leikmönnum, þannig að þetta kemur ekkert á óvart,“ sagði Darri og sparaði ekki hrósið í garð Hildar. Darri var strax byrjaður að velta fyrir sér hvernig liðið hans gæti takmarkað sterkt sóknarlið KR-inga og ætlaði sér að vinna næsta leik með öruggari hætti. „Við reynum kerfisbundið að draga úr því sem KR er að gera og finna betri lausnir sóknarlega okkar megin,“ sagði hann og vísaði þar í að Valur skoraði 103 stig að meðaltali í sínum fyrstu tveim leikjum en gat aðeins skorað 76 í þessum stórleik. Bæði lið voru að berjast í leiknum og það sést kannski best á því að margir leikmenn þurfti á einhverjum tímapunkti að yfirgefa leikinn í mislangan tíma vegna meiðsla. „Nærri því engin er heil eftir svona leik. Þetta var eiginlega algjört rugl á köflum,“ sagði Darri en dómarar leiksins áttu í fullu fangi með að dæma þennan leik. „Það voru bara allar að leggja sig fram og vilja ógeðslega mikið vinna,“ sagði Darri um keppnisskap liðanna í leiknum og bætti við að það væri geggjað að fá svona spennuleik í byrjun tímabilsins. „Ég ætla að ábyrgjast að við höfum ekki fengið svona leik áður í 3. umferð deildarinnar!“ sagði Darri og var strax farinn að pæla í næsta leik gegn þessu þrælsterka liði KR.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira