Nýju þoturnar bætast við flota þriggja Airbus-þota Atlantic Airways af A320-línunni. Sú fyrri verður afhent síðla árs 2023 en sú seinni á fyrri hluta árs 2024.

Sjá hér: Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar.
Ráðamenn Atlantic Airways segja þotukaupin lið í að mæta vaxandi straumi ferðamanna til Færeyja. A319 þoturnar séu orðnar of litlar. Ennfremur sé ætlunin að fjölga ferðum og áfangastöðum.
Þeir segja nýju vélarnar mun umhverfisvænni en eldri gerðir. Þær eyði 20 prósent minna eldsneyti og hávaðinn minnki um helming.
Hér má sjá þegar Færeyingar kvöddu Reykjavík síðastliðið haust: