Lífið

Ellen DeGeneres gaf 300 flugmiða með Icelandair í jólaþætti sínum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chrissy Teigen aðstoðaði Ellen að afhenda gjafirnar.
Chrissy Teigen aðstoðaði Ellen að afhenda gjafirnar.

Í gærkvöldi gaf Ellen DeGeneres 150 áhorfendum í sérstökum jólaþætti sínum, Ellen’s Greatest Night of Giveaways, flugmiða með Icelandair til Íslands fyrir tvo, gistingu í fimm daga á Icelandair hótelum og ferð í Bláa Lónið.

Stjónvarpsstjarnan og fyrirsætan Chrissy Teigen aðstoðaði Ellen að afhenda gjafirnar. Þátturinn var sýndur á besta tíma á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC.

Jólaþættirnir, Ellen’s Greatest Night of Giveaways, eru þrír talsins og er líklegt að um 10 milljónir manna horfi á hvern þátt og uppsafnað áhorf nái til 25-30 milljónir manna.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að undirbúningurinn fyrir þetta innlegg í þáttinn hafi verið unnið með Íslandsstofu. 

Birna Ósk Einarsdóttir frá sölu og markaðssviði Icelandair ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.