Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 06:15 Gísli segir Ratcliffe ekki seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. Nordicphotos/Getty Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira