Bæjarins beztu segir skilið við Akureyri í bili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2019 15:46 Mynd sem tekin var af vagninum þegar flutningarnir hófust norður fyrr í sumar. guðrún kristmundsdóttir Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor. Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor.
Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10