Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2019 20:14 Floti IAG, þar á meðal British Airways, samanstendur af Airbus og Boeing-flugvélögum. Getty/Orlando Sentinel Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á flugsýningunni í París sem nú fer fram en IAG á fjölmörg evrópsk flugfélög á borð við Iberua, Vueling, Aer Lingus sem og British Airways. Sé litið til listaverðs flugvélanna er pöntunin að virði yfir 24 milljarða dollara, um þrjú þúsund milljarða króna. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð MAX-vélanna eftir mannskæð flugslys í Indónesíu og Eþíópíu sem meðal annars hafa verið rakin til hugbúnaðars í flugstjórnarkerfi flugvélanna. Eftir seinna flugslysið var flugbann sett á vélarnar og hafa því flugfélög sem keypt hafa MAX-vélarnar af Boeing ekki getað notað þær, þar á meðal Icelandair. Ekki er búist því að flugvélarnar fljúgi fyrr en í fyrsta lagi í haust en Boeing vinnur nú að því að fá samþykki flugmálayfirvalda fyrir því að flugbanninnu verði aflétt.Í frétt Reuters segir að Airbus, sem stal senunni á flugsýningunni í gær þegar það kynnti nýja þotu til leiks, hafi ekki fengið tækifæri til þess að bjóða IAG flugvélar í þetta skiptið. Verði endanlega gengið frá samningum mun IAG fá vélarnar afhentar á árunum 2023 til 2027 en um er að ræða blöndu af 737-8 og 737 10. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. 3. júní 2019 07:15 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á flugsýningunni í París sem nú fer fram en IAG á fjölmörg evrópsk flugfélög á borð við Iberua, Vueling, Aer Lingus sem og British Airways. Sé litið til listaverðs flugvélanna er pöntunin að virði yfir 24 milljarða dollara, um þrjú þúsund milljarða króna. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð MAX-vélanna eftir mannskæð flugslys í Indónesíu og Eþíópíu sem meðal annars hafa verið rakin til hugbúnaðars í flugstjórnarkerfi flugvélanna. Eftir seinna flugslysið var flugbann sett á vélarnar og hafa því flugfélög sem keypt hafa MAX-vélarnar af Boeing ekki getað notað þær, þar á meðal Icelandair. Ekki er búist því að flugvélarnar fljúgi fyrr en í fyrsta lagi í haust en Boeing vinnur nú að því að fá samþykki flugmálayfirvalda fyrir því að flugbanninnu verði aflétt.Í frétt Reuters segir að Airbus, sem stal senunni á flugsýningunni í gær þegar það kynnti nýja þotu til leiks, hafi ekki fengið tækifæri til þess að bjóða IAG flugvélar í þetta skiptið. Verði endanlega gengið frá samningum mun IAG fá vélarnar afhentar á árunum 2023 til 2027 en um er að ræða blöndu af 737-8 og 737 10.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. 3. júní 2019 07:15 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. 3. júní 2019 07:15
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31