Viðskipti innlent

Einar Bárðarson ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eyþór Eðvarsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir endurheimt votlendis vera afar mikilvægan þátt í að minnka losun. Hann segist bera miklar væntingar til Einars og hlakkar til samstarfsins.
Eyþór Eðvarsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir endurheimt votlendis vera afar mikilvægan þátt í að minnka losun. Hann segist bera miklar væntingar til Einars og hlakkar til samstarfsins. Aðsent
Einar Bárðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum.

Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa fyrir rúmu ári síðan en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Einar hefur ár síðustu árum starfað sem stjórnandi í ferðaþjónustu og almannatengslum.

„Ég er stoltur yfir því trausti sem stjórn sjóðsins sýnir mér með því að fela mér þetta verkefni. Það er magnað að fá vettvang og erindi til þess að leggjast á árar með vísinda- og baráttufólki um allan heim í baráttunni gegn hlýnun jarðar” sagði Einar.

Eyþór Eðvarsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir endurheimt votlendis vera afar mikilvægan þátt í að minnka losun. Hann segist bera miklar væntingar til Einars og hlakkar til samstarfsins.

Einar hefur komið víða við á sínum ferli. Á árunum 2012-2015 gegndi hann starfi forstöðumanns Höfuðborgarstofu og í framhaldinu af því var hann rekstrarstjóri hjá Reykjavík Excursions og nú síðast samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar. Einar er með meistaragráðu í viðskiptum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×