Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 11:32 Sundar Pichai, forstjóri Google, við hlið örgjörvans, sem er í stærri kantinum. Vísir/Google Tæknifyrirtækið Google segir starfsmenn fyrirtækisins hafi náð miklum áfanga í þróun skammtatölva. Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. Örgjörvinn sem um ræðir ber nafnið Sycamore.Stærstu tæknifyrirtæki heims vinna hörðum höndum að þróun skammtatölva og er talið að þær muni að endingu geta breytt heiminum verulega. Nánar tiltekið þá segir Google að örgjörvinn hafi náð „skammta-yfirráðum“ eða Quantum Supremacy. Það er hugtak sem þýðir að fyrirtækið hafi hannað skammtatölvu sem geti unnið verk sem hefðbundnar tölvur geti ekki unnið á líftíma þeirra. Í viðtali við MIT Technology Review ber Sundar Pichai, forstjóri Google, afrek fyrirtækisins við fyrsta flug Wright-bræðranna. Sú flugvél þeirra bræðra hafi einungis flogið í tólf sekúndur en þrátt fyrir það hafi þeir sannað að flug væri hægt.Sérfræðingar segja enn mörg ár í að hægt verði að nota skammtatölvur á markvissan hátt.Hér má sjá útskýringu Vísindavefsins um skammtatölvur.Grein Google var birt fyrir mistök fyrir mánuði síðan og voru niðurstöðurnar þá gagnrýndar af sérfræðingum og þá sérstaklega sérfræðingum IBM, sem vinna einnig að þróun skammtatölva og byggðu ofurtölvuna sem Google ber getu Sycamore við. IBM segir í bloggfærslu sem birt var á mánudaginn að Google hafi vanmetið getu ofurtölvunnar Summit verulega. Sú tölva gæti gert það sem Google segir á tveimur og hálfum sólarhring en ekki tíu þúsund árum.Excited about what quantum computing means for the future - it gives us another way to speak the language of the universe and better understand the world, not just in 1s and 0s but in all of its states: beautiful, complex, and with limitless possibility. https://t.co/P6YX4KguMX — Sundar Pichai (@sundarpichai) October 23, 2019 Google Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæknifyrirtækið Google segir starfsmenn fyrirtækisins hafi náð miklum áfanga í þróun skammtatölva. Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. Örgjörvinn sem um ræðir ber nafnið Sycamore.Stærstu tæknifyrirtæki heims vinna hörðum höndum að þróun skammtatölva og er talið að þær muni að endingu geta breytt heiminum verulega. Nánar tiltekið þá segir Google að örgjörvinn hafi náð „skammta-yfirráðum“ eða Quantum Supremacy. Það er hugtak sem þýðir að fyrirtækið hafi hannað skammtatölvu sem geti unnið verk sem hefðbundnar tölvur geti ekki unnið á líftíma þeirra. Í viðtali við MIT Technology Review ber Sundar Pichai, forstjóri Google, afrek fyrirtækisins við fyrsta flug Wright-bræðranna. Sú flugvél þeirra bræðra hafi einungis flogið í tólf sekúndur en þrátt fyrir það hafi þeir sannað að flug væri hægt.Sérfræðingar segja enn mörg ár í að hægt verði að nota skammtatölvur á markvissan hátt.Hér má sjá útskýringu Vísindavefsins um skammtatölvur.Grein Google var birt fyrir mistök fyrir mánuði síðan og voru niðurstöðurnar þá gagnrýndar af sérfræðingum og þá sérstaklega sérfræðingum IBM, sem vinna einnig að þróun skammtatölva og byggðu ofurtölvuna sem Google ber getu Sycamore við. IBM segir í bloggfærslu sem birt var á mánudaginn að Google hafi vanmetið getu ofurtölvunnar Summit verulega. Sú tölva gæti gert það sem Google segir á tveimur og hálfum sólarhring en ekki tíu þúsund árum.Excited about what quantum computing means for the future - it gives us another way to speak the language of the universe and better understand the world, not just in 1s and 0s but in all of its states: beautiful, complex, and with limitless possibility. https://t.co/P6YX4KguMX — Sundar Pichai (@sundarpichai) October 23, 2019
Google Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira