Hanna Guðrún tekur eitt tímabil enn og Sólveig Lára og Elena semja líka við Stjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 15:45 Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Vísir/Vilhelm Kvennalið Stjörnunnar hefur samið við þrjá öfluga leikmenn fyrir næsta tímabil í Olís deildinni í handbolta. Leikmennirnir sem hafa samið eru Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested og Elena Birgisdóttir. Stjarnan segir frá þessum samningum inn á fésbókarsíðu sinni. Hanna Guðrún er hornamaður, Sólveig Lára er örvhent skytta og Elena er línumaður. Hanna Guðrún spilaði með Stjörnunni á síðasta tímabil en hinar tvær eru að koma til baka. Sólveig Lára Kjærnested er að koma til baka úr barnsburðarleyfi en Elena spilaði með Førde í Noregi á síðasta tímabili. Hanna Guðrún Stefánsdóttir er reyndasti leikmaður úrvalsdeildar kvenna frá upphafi en hún er að hefja sitt 24. tímabil í efstu deild á Íslandi. Hanna Guðrún hefur spilað yfir 420 deildarleiki og er búin að spila á öllum tímabilum frá 1995/96 nema 2003/04 þegar hún spilaði erlendis. Hún er orðin fertug en ætlar að taka eitt tímabil í viðbót. „Hanna er fyrirmynd allra yngri leikmanna, er prúð á velli en lætur verkin tala. Hún gefst aldrei upp og alltaf er hægt að treysta á kraft og sigurvilja hjá Ungfrú Handbolta, segir um Hönnu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Sólveig Lára Kjærnested spilaði ekkert með Stjörnunni á síðasta tímabili þar sem hún var ófrísk. Sólveig Lára er einnig gríðarlega reynslumikill leikmaður. „Sólveig Lára er leikmaður sem allir mótherjar hræðast, enda hefur hún skilið þær margar skólausar eftir sínar frægu fintur. Öll góð lið þurfa að hafa leikmann eins og Sólveigu, þar sem tækni, styrkur og barátta smella saman. Hún er í miklum metum hjá meðspilurum sínum, hvort sem það hefur verið hjá Stjörnunni eða landsliði. Enda ein af okkar allra bestu, innan sem utan vallar, segir um Sólveigu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Elena spilaði með Førde í Noregi á síðasta tímabili með góðum árangri enda öflugur línumaður en hún hafði áður spilað með Garðarbæjarliðinu. „Elena er skemmtileg og traustur liðsfélagi með stórt Stjörnu-hjarta. Enda á hún góðar minningar í Garðabænum þar sem hún hefur lyft nokkrum bikurum með liðinu. Elena hefur verið viðloðandi A-Landslið Íslands og stefnir hátt á komandi árum,“ segir um Elenu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Olís-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar hefur samið við þrjá öfluga leikmenn fyrir næsta tímabil í Olís deildinni í handbolta. Leikmennirnir sem hafa samið eru Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested og Elena Birgisdóttir. Stjarnan segir frá þessum samningum inn á fésbókarsíðu sinni. Hanna Guðrún er hornamaður, Sólveig Lára er örvhent skytta og Elena er línumaður. Hanna Guðrún spilaði með Stjörnunni á síðasta tímabil en hinar tvær eru að koma til baka. Sólveig Lára Kjærnested er að koma til baka úr barnsburðarleyfi en Elena spilaði með Førde í Noregi á síðasta tímabili. Hanna Guðrún Stefánsdóttir er reyndasti leikmaður úrvalsdeildar kvenna frá upphafi en hún er að hefja sitt 24. tímabil í efstu deild á Íslandi. Hanna Guðrún hefur spilað yfir 420 deildarleiki og er búin að spila á öllum tímabilum frá 1995/96 nema 2003/04 þegar hún spilaði erlendis. Hún er orðin fertug en ætlar að taka eitt tímabil í viðbót. „Hanna er fyrirmynd allra yngri leikmanna, er prúð á velli en lætur verkin tala. Hún gefst aldrei upp og alltaf er hægt að treysta á kraft og sigurvilja hjá Ungfrú Handbolta, segir um Hönnu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Sólveig Lára Kjærnested spilaði ekkert með Stjörnunni á síðasta tímabili þar sem hún var ófrísk. Sólveig Lára er einnig gríðarlega reynslumikill leikmaður. „Sólveig Lára er leikmaður sem allir mótherjar hræðast, enda hefur hún skilið þær margar skólausar eftir sínar frægu fintur. Öll góð lið þurfa að hafa leikmann eins og Sólveigu, þar sem tækni, styrkur og barátta smella saman. Hún er í miklum metum hjá meðspilurum sínum, hvort sem það hefur verið hjá Stjörnunni eða landsliði. Enda ein af okkar allra bestu, innan sem utan vallar, segir um Sólveigu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar. Elena spilaði með Førde í Noregi á síðasta tímabili með góðum árangri enda öflugur línumaður en hún hafði áður spilað með Garðarbæjarliðinu. „Elena er skemmtileg og traustur liðsfélagi með stórt Stjörnu-hjarta. Enda á hún góðar minningar í Garðabænum þar sem hún hefur lyft nokkrum bikurum með liðinu. Elena hefur verið viðloðandi A-Landslið Íslands og stefnir hátt á komandi árum,“ segir um Elenu í frétt á fésbókarsíðu Stjörnunnar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira