Jóhanna Helga Viðarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Hún tekur við starfinu af Ingibjörgu Pálmadóttur, annars af eigendum blaðsins, en Ingibjörg hefur tekið við sem stjórnarformaður Torgs ehf.
Með henni í stjórn er Helgi Magnússon fjárfestir sem fyrr í sumar keypti helminginn í Fréttablaðinu.
Greint er frá skipulagsbreytingum hjá útgáfufélaginu á vef Fréttablaðsins. Þar kemur fram að Kristín Björg Árnadóttir sé nú orðin fjármálastjóri Torgs og Gústaf Bjarnason er nýr auglýsingastjóri félagsins.
Torg ehf. gefur út Fréttablaðið, frettabladid.is, Markaðinn og tímaritið Glamour.
Útgefandi er Kristín Þorsteinsdóttir en Davíð Stefánsson og Ólöf Skaftadóttir eru ritstjórar Fréttablaðsins. Ritstjóri Markaðarins er Hörður Ægisson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri frettabladid.is.
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið


Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent



Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent
