Samherji teflir fram Eiríki í stjórn Haga Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja. Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, sækist eftir kjöri í stjórn Haga á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn 18. janúar næstkomandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að gefa kost á sér til setu í stjórn rann út síðastliðinn föstudag en Samherji, sem fer með 9,22 prósenta hlut í Högum, hafði óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað yrði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör væri á dagskrá. Þá mun Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, einnig tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Tillögur tilnefningarnefndar Haga um frambjóðendur til stjórnar Haga verða tilkynntar á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hyggst Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smásölurisans, ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011. Hún vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Samherji er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Haga en sjávarútvegsfyrirtækið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu við samruna Haga og Olís sem kom til framkvæmda þann 30. nóvember í fyrra. Þá hefur félagið einnig gert framvirka samninga um kaup á 4,12 prósenta hlut í Högum til viðbótar. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar á mánudag kom fram að stjórnendur félagsins hefðu lækkað af- komuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna, eða sem nemur sex til átta prósentum. Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Haga lækkaði um rúmlega sex prósent í kjölfar afkomuviðvörunarinnar og stóð gengi bréfa félagsins í 42,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, sækist eftir kjöri í stjórn Haga á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn 18. janúar næstkomandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að gefa kost á sér til setu í stjórn rann út síðastliðinn föstudag en Samherji, sem fer með 9,22 prósenta hlut í Högum, hafði óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað yrði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör væri á dagskrá. Þá mun Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, einnig tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Tillögur tilnefningarnefndar Haga um frambjóðendur til stjórnar Haga verða tilkynntar á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hyggst Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smásölurisans, ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011. Hún vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Samherji er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Haga en sjávarútvegsfyrirtækið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu við samruna Haga og Olís sem kom til framkvæmda þann 30. nóvember í fyrra. Þá hefur félagið einnig gert framvirka samninga um kaup á 4,12 prósenta hlut í Högum til viðbótar. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar á mánudag kom fram að stjórnendur félagsins hefðu lækkað af- komuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna, eða sem nemur sex til átta prósentum. Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Haga lækkaði um rúmlega sex prósent í kjölfar afkomuviðvörunarinnar og stóð gengi bréfa félagsins í 42,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira