Þórarinn í IKEA segir sjálfsafgreiðslu í verslunum útrýma störfum sem þykja ekki spennandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 17:49 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Vísir Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag. IKEA Neytendur Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag.
IKEA Neytendur Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira