Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Sylvía Hall skrifar 30. mars 2019 16:17 Ben Baldanza segist hafa varað við þeim áskorunum sem hann nefnir. Vísir/Getty Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur