Bjarni Ófeigur fór fyrir íslenska liðinu í sigri á Argentínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 15:42 Strákarnir í 21 árs landsliðinu hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á HM. Mynd/HSÍ Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1 Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1
Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira